Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 11:36 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Vísir/Arnar Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira