Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 22. ágúst 2025 08:02 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun