Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2025 06:47 Lavrov sagði í gær að það kæmi ekkert annað til greina en að Rússar og Kínverjar kæmu að því að tryggja öryggi Úkraínu. Getty Stjórnvöld í Rússlandi vilja eiga aðkomu að því að tryggja öryggi Úkraínu til framtíðar, eftir að hafa staðið fyrir stöðugum árásum á landið frá því að þeir gerðu innrás í febrúar 2022. Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira