Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. september 2025 20:02 Birta Líf situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Móðurmál. „Ég var lengi að ná mér eftir fæðinguna þar sem ég fékk það sem kallast spínal höfuðverk, sem kom í kjölfar af mænudeyfingunni. Það er þannig að það myndaðist gat á mænuhimnuna sem það að verkum að maður fær mjög slæman hausverk,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, sem eignaðist sitt annað barn í mars síðastliðnum. Birta Líf og kærasti hennar, Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali, eiga saman tvær dætur, Emblu Líf sem er þriggja ára, og Elísabetu Evu, sem kom í heiminn þann 9. mars síðastliðinn. Parið hefur verði samna í tíu ár og segir Birta að foreldrahlutverkið styrkt sambandið þeirra enn frekar. „Það gerir okkur enn betur kleift að meta hvort annað. Að sjá maka sinn standa sig vel í foreldrahlutverkinu gerir mann bara enn meira ástfanginn. Við höfum minni tíma fyrir hvort annað, en þegar við getum það metum við það enn meira,“ segir Birta Líf. Birta Líf situr fyrir svörum í liðnum Móðurmál. Meðgangan Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Í fyrsta skiptið var það smá sjokk og kom okkur virkilega á óvart en um leið var mikill spenningur fyrir því sem við vorum að fara út í. Með barn númer tvö voru viðbrögðin allt öðruvísi – við hlógum ótrúlega mikið, bæði úr taugaveiklun en líka af gleði. Það var bara algjör geðshræring! Hvernig voru fyrstu vikurnar? Meðgöngurnar mínar voru mjög svipaðar. Ég var með mikla ógleði í bæði skiptin, frá sirka 13.–15. viku. Ég var ekki að æla, en var alltaf óglatt. Þreytan var ólýsanleg fyrstu vikurnar. Ég þurfti að taka lúr hvern einasta dag, því annars komst ég ekki í gegnum daginn. Ég lenti svo í því að sofna á meðan ég borðaði hádegismatinn minn sofnaði sitjandi við borðið. Hvernig tókst þú að takast á við líkamlegar breytingar? Mér fannst ótrúlega gaman að fylgjast með bumbunni vaxa, en líkamlegu breytingarnar eftir meðgönguna voru erfiðari. Það var skrýtið að kynnast líkamanum mínum upp á nýtt og sætta sig við að hann væri orðinn öðruvísi. Það tók tíma að taka í sátt slitin og breyttan líkama, en eftir þann tíma og í dag, er ég ævinlega þakklát og stolt af líkama mínum fyrir að hafa gefið mér stelpurnar mínar. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég átti mjög góða upplifun af heilbrigðisþjónustunni í kringum báðar meðgöngurnar. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, í seinna skiptið langaði mig aðeins of oft í Hlölla báta. Ég borðaði líka nóg af Bestís (lukkulega átti ég alltaf nóg til af honum), ferska djúsa og heimagerðar amerískar samlokur, sem eru uppskrift frá pabba – algjört uppáhald og ég borðaði ófáar slíkar samlokur! Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Biðin! Seinni meðgangan leið reyndar töluvert hraðar en sú fyrri, en það er eldri dóttur minni að þakka. Það er nóg að gera þegar maður er óléttur með eina þriggja ára. En biðin fannst mér erfiðust, því það fylgir svo mikill spenningur. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Mér fannst hreiðurgerðin lang skemmtilegust. Að kaupa þessi pínu litlu föt og gera allt klárt heima fyrir lítið kríli ég naut mín í botn að gera það. Varstu í mömmuhópi eða tengdist þú öðrum mæðrum á meðgöngunni eða fyrstu mánuðum barnsins? Hversu mikilvægt fannst þér það fyrir þig? Á fyrri meðgöngunni minni var ég í mömmuhóp sem mér fannst dásamlegur. Það var ótrúlega gaman að vera í hóp með stelpum sem voru að ganga í gegnum það sama á sama tíma, og svo seinna meir að geta hist með börnin þegar þau voru komin. Mér fannst mjög mikilvægt að geta spjallað og deilt upplifunum með öðrum sem voru í sömu stöðu, því á meðgöngu og fyrstu mánuðina er maður frekar einmana. Að vera í hóp hjálpaði mikið til við það. Í seinna skiptið var ég ekki í mömmuhóp og ég sé alveg eftir því. Fenguð þið að vita kyn barnsins? en með fyrra? Já, spennan var svo mikil að ég gat ekki beðið með þær báðar. Í fyrra skiptið fengum við að vita kynið og sprengdum kynjaböðru með fjölskyldunni okkar, en núna í seinna skiptið vorum við bara þrjú, ásamt mági mínum og svilkonu, sem settu saman pakkann fyrir okkur. Við leyfðum Emblu dóttur okkar að opna kassann. Inní honum voru bleikir skór og snuð. Undirbúningur og fæðing Hvernig undirbjóstu þig fyrir fæðinguna? Fyrir fyrri fæðinguna var ég bara að hlusta á fæðingarsögur annarra í hlaðvörpum og viðtölum. Ég ákvað að fara ekki á neitt námskeið – hugurinn minn sagði bara „ignorance is bliss“ og ég var hrædd um að ef ég vissi of mikið myndi ég stressast. Fyrir seinni fæðinguna fannst mér ekki þörf á mikilli undirbúningsvinnu, því ég hafði gert þetta einu sinni áður. Núna sé ég samt eftir því að hafa ekki undirbúið mig betur til dæmis með öndunaræfingum eða annað sem hefði getað hjálpað mér á fæðingunni. Hvernig gekk fæðingin? voru fæðingarnar ólíkar? Fyrri fæðingin var brösuleg. Ég var stungin sjö sinnum í bakið því það var erfitt að leggja mænudeyfinguna, og að lokum endaði fæðingin með því að hún var tekin með sogklukku eftir tvo og hálfan tíma af rembingi. Þegar kom að seinni fæðingunni var mitt eina markmið og draumurinn minn að hún myndi fara betur. Það var aftur mikið vesen með mænudeyfinguna og hún virkaði ekki, en ég slapp rétt við sogklukkuna. Það var ótrúlegur sigur fyrir sjálfa mig. Hver var fyrsta tilfinningin þegar þú fékkst barnið í fangið? Besta tilfinning í heimi, ást við fyrstu sýn undir eins. Mikil ást en líka mikill léttir. Biðin var loksins á enda. Það er svo fyndið að þegar maður fær fyrsta barn í hendurnar þá fer maður að reyna sjá hvort það líkist sjálfum sér eða hinu foreldrinu en með annað barn fer maður að reyna sjá hvort það líkist systkini sínu. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Eflaust spurðu flestir hvort ég hefði ákveðið nafnið eða hvort ég væri stressuð fyrir fæðingunni. Eftir fæðingu Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Ég var lengi að ná mér eftir fæðinguna þar sem ég fékk það sem kallast spínal höfuðverk, sem kom í kjölfar af mænudeyfingunni. Það er þannig að það myndaðist gat á mænuhimnuna sem það að verkum að maður fær mjög slæman hausverk. Hausverkurinn var svo vondur að það var erfitt að sitja, labba, tala og jafnvel hugsa. Ég þurfti að fara tvisvar í blóðbót þar sem blóði er sprautað í mænuna til að reyna loka gatinu til að losa mig við hausverkinn. Þessi verkur gerði það að verkum að mér finnst ég hafa misst af fyrstu dögunum. Hann skyggði á fyrstu vikurnar, og mér leið gríðarlega illa. Ég syrgi það alveg að hafa misst af því að geta notið með nýfæddu stelpunni minni. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já og nei. Það er klárlega fullt af hlutum sem maður þarf ekki en eru auglýstir sem nauðsyn. Ég elska allt barnadót svo mikið að ég féll fyrir þessu öllu. Sem betur fer eru allir ólíkir þannig að það sem mér finnst nauðsynlegt finnst öðrum kannski ekki. Það er samt gott að minna sig á það að börnin sjálf þurfa ekkert á þessu öllu að halda. Hvernig hefur brjóstagjöfin gengið? Brjóstagjöfin hefur gengið mjög vel! Ég fékk smá brjóstastíflur og stálma í byrjun, en eftir að við náðum tökum á henni hefur allt gengið mjög vel. Fannst ykkur erfitt að velja nöfnin á stelpurnar? Það gekk eins og í sögu með eldri stelpuna okkar. Við vorum strax ákveðin og alveg sammála, og þegar hún kom í heiminn fannst okkur nafnið passa fullkomlega. Með yngri stelpunni var það aðeins erfiðara, aðallega því þetta var aftur stelpa. Fyrir okkur vorum við þegar búin að velja fallegasta stelpunafnið á eldri dóttur okkar, Emblu Líf, og því erfitt að velja stelpunafn aftur. Við tókum aðeins lengri tíma að ákveða nafnið, en við vorum þó frá byrjun ákveðin í að skíra hana Elísabet. Það nafn hafði líka komið til greina þegar við völdum nafnið Embla. Finnst þér að sambandið ykkar hafa breyst eftir að þið urðuð foreldrar? Já alveg klárlega! Maður gengur í gegnum allskonar tímabil í sambandi þegar maður verður foreldrar, en það gerir það bara að verkum að við kunnum enn betur að meta hvort annað og að sjá maka sinn standa sig vel í foreldrahlutverkinu gerir mann bara enn meira ástfanginn. Við höfum minni tíma fyrir hvort annað og til að hlúa að sambandinu eins og staðan er í dag, en þegar við getum það þá metum við það enn meira. Móðurmál er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við mæður á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Móðurmálum á svavam@syn.is. Ástin og lífið Móðurmál Tengdar fréttir „Tíu ár en enginn hringur“ Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára. 29. mars 2024 07:00 Birta Líf og Gunnar Patrik gáfu dótturinni nafn Birta Líf Ólafsdóttir hlaðvarpsstjórnandi og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali gáfu þriggja mánaða dóttur sinni nafn. Hún fékk nafnið Elísabet Eva. 1. júní 2025 21:02 Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Hlaðvörp hafa undanfarin misseri komið eins og stormsveipur inn í íslenska dægurmenningu og þjóðmálaumræðu. Hvort sem þau eru um stjórnmál, fótbolta, glæpi eða lífsstíl þá virðist eftirspurnin endalaus og framboðið sömuleiðis. Sumir myndu segja að þetta sé í raun og veru blogg ársins 2025. 9. febrúar 2025 07:00 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Birta Líf og kærasti hennar, Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali, eiga saman tvær dætur, Emblu Líf sem er þriggja ára, og Elísabetu Evu, sem kom í heiminn þann 9. mars síðastliðinn. Parið hefur verði samna í tíu ár og segir Birta að foreldrahlutverkið styrkt sambandið þeirra enn frekar. „Það gerir okkur enn betur kleift að meta hvort annað. Að sjá maka sinn standa sig vel í foreldrahlutverkinu gerir mann bara enn meira ástfanginn. Við höfum minni tíma fyrir hvort annað, en þegar við getum það metum við það enn meira,“ segir Birta Líf. Birta Líf situr fyrir svörum í liðnum Móðurmál. Meðgangan Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Í fyrsta skiptið var það smá sjokk og kom okkur virkilega á óvart en um leið var mikill spenningur fyrir því sem við vorum að fara út í. Með barn númer tvö voru viðbrögðin allt öðruvísi – við hlógum ótrúlega mikið, bæði úr taugaveiklun en líka af gleði. Það var bara algjör geðshræring! Hvernig voru fyrstu vikurnar? Meðgöngurnar mínar voru mjög svipaðar. Ég var með mikla ógleði í bæði skiptin, frá sirka 13.–15. viku. Ég var ekki að æla, en var alltaf óglatt. Þreytan var ólýsanleg fyrstu vikurnar. Ég þurfti að taka lúr hvern einasta dag, því annars komst ég ekki í gegnum daginn. Ég lenti svo í því að sofna á meðan ég borðaði hádegismatinn minn sofnaði sitjandi við borðið. Hvernig tókst þú að takast á við líkamlegar breytingar? Mér fannst ótrúlega gaman að fylgjast með bumbunni vaxa, en líkamlegu breytingarnar eftir meðgönguna voru erfiðari. Það var skrýtið að kynnast líkamanum mínum upp á nýtt og sætta sig við að hann væri orðinn öðruvísi. Það tók tíma að taka í sátt slitin og breyttan líkama, en eftir þann tíma og í dag, er ég ævinlega þakklát og stolt af líkama mínum fyrir að hafa gefið mér stelpurnar mínar. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég átti mjög góða upplifun af heilbrigðisþjónustunni í kringum báðar meðgöngurnar. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, í seinna skiptið langaði mig aðeins of oft í Hlölla báta. Ég borðaði líka nóg af Bestís (lukkulega átti ég alltaf nóg til af honum), ferska djúsa og heimagerðar amerískar samlokur, sem eru uppskrift frá pabba – algjört uppáhald og ég borðaði ófáar slíkar samlokur! Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Biðin! Seinni meðgangan leið reyndar töluvert hraðar en sú fyrri, en það er eldri dóttur minni að þakka. Það er nóg að gera þegar maður er óléttur með eina þriggja ára. En biðin fannst mér erfiðust, því það fylgir svo mikill spenningur. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Mér fannst hreiðurgerðin lang skemmtilegust. Að kaupa þessi pínu litlu föt og gera allt klárt heima fyrir lítið kríli ég naut mín í botn að gera það. Varstu í mömmuhópi eða tengdist þú öðrum mæðrum á meðgöngunni eða fyrstu mánuðum barnsins? Hversu mikilvægt fannst þér það fyrir þig? Á fyrri meðgöngunni minni var ég í mömmuhóp sem mér fannst dásamlegur. Það var ótrúlega gaman að vera í hóp með stelpum sem voru að ganga í gegnum það sama á sama tíma, og svo seinna meir að geta hist með börnin þegar þau voru komin. Mér fannst mjög mikilvægt að geta spjallað og deilt upplifunum með öðrum sem voru í sömu stöðu, því á meðgöngu og fyrstu mánuðina er maður frekar einmana. Að vera í hóp hjálpaði mikið til við það. Í seinna skiptið var ég ekki í mömmuhóp og ég sé alveg eftir því. Fenguð þið að vita kyn barnsins? en með fyrra? Já, spennan var svo mikil að ég gat ekki beðið með þær báðar. Í fyrra skiptið fengum við að vita kynið og sprengdum kynjaböðru með fjölskyldunni okkar, en núna í seinna skiptið vorum við bara þrjú, ásamt mági mínum og svilkonu, sem settu saman pakkann fyrir okkur. Við leyfðum Emblu dóttur okkar að opna kassann. Inní honum voru bleikir skór og snuð. Undirbúningur og fæðing Hvernig undirbjóstu þig fyrir fæðinguna? Fyrir fyrri fæðinguna var ég bara að hlusta á fæðingarsögur annarra í hlaðvörpum og viðtölum. Ég ákvað að fara ekki á neitt námskeið – hugurinn minn sagði bara „ignorance is bliss“ og ég var hrædd um að ef ég vissi of mikið myndi ég stressast. Fyrir seinni fæðinguna fannst mér ekki þörf á mikilli undirbúningsvinnu, því ég hafði gert þetta einu sinni áður. Núna sé ég samt eftir því að hafa ekki undirbúið mig betur til dæmis með öndunaræfingum eða annað sem hefði getað hjálpað mér á fæðingunni. Hvernig gekk fæðingin? voru fæðingarnar ólíkar? Fyrri fæðingin var brösuleg. Ég var stungin sjö sinnum í bakið því það var erfitt að leggja mænudeyfinguna, og að lokum endaði fæðingin með því að hún var tekin með sogklukku eftir tvo og hálfan tíma af rembingi. Þegar kom að seinni fæðingunni var mitt eina markmið og draumurinn minn að hún myndi fara betur. Það var aftur mikið vesen með mænudeyfinguna og hún virkaði ekki, en ég slapp rétt við sogklukkuna. Það var ótrúlegur sigur fyrir sjálfa mig. Hver var fyrsta tilfinningin þegar þú fékkst barnið í fangið? Besta tilfinning í heimi, ást við fyrstu sýn undir eins. Mikil ást en líka mikill léttir. Biðin var loksins á enda. Það er svo fyndið að þegar maður fær fyrsta barn í hendurnar þá fer maður að reyna sjá hvort það líkist sjálfum sér eða hinu foreldrinu en með annað barn fer maður að reyna sjá hvort það líkist systkini sínu. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Eflaust spurðu flestir hvort ég hefði ákveðið nafnið eða hvort ég væri stressuð fyrir fæðingunni. Eftir fæðingu Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Ég var lengi að ná mér eftir fæðinguna þar sem ég fékk það sem kallast spínal höfuðverk, sem kom í kjölfar af mænudeyfingunni. Það er þannig að það myndaðist gat á mænuhimnuna sem það að verkum að maður fær mjög slæman hausverk. Hausverkurinn var svo vondur að það var erfitt að sitja, labba, tala og jafnvel hugsa. Ég þurfti að fara tvisvar í blóðbót þar sem blóði er sprautað í mænuna til að reyna loka gatinu til að losa mig við hausverkinn. Þessi verkur gerði það að verkum að mér finnst ég hafa misst af fyrstu dögunum. Hann skyggði á fyrstu vikurnar, og mér leið gríðarlega illa. Ég syrgi það alveg að hafa misst af því að geta notið með nýfæddu stelpunni minni. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já og nei. Það er klárlega fullt af hlutum sem maður þarf ekki en eru auglýstir sem nauðsyn. Ég elska allt barnadót svo mikið að ég féll fyrir þessu öllu. Sem betur fer eru allir ólíkir þannig að það sem mér finnst nauðsynlegt finnst öðrum kannski ekki. Það er samt gott að minna sig á það að börnin sjálf þurfa ekkert á þessu öllu að halda. Hvernig hefur brjóstagjöfin gengið? Brjóstagjöfin hefur gengið mjög vel! Ég fékk smá brjóstastíflur og stálma í byrjun, en eftir að við náðum tökum á henni hefur allt gengið mjög vel. Fannst ykkur erfitt að velja nöfnin á stelpurnar? Það gekk eins og í sögu með eldri stelpuna okkar. Við vorum strax ákveðin og alveg sammála, og þegar hún kom í heiminn fannst okkur nafnið passa fullkomlega. Með yngri stelpunni var það aðeins erfiðara, aðallega því þetta var aftur stelpa. Fyrir okkur vorum við þegar búin að velja fallegasta stelpunafnið á eldri dóttur okkar, Emblu Líf, og því erfitt að velja stelpunafn aftur. Við tókum aðeins lengri tíma að ákveða nafnið, en við vorum þó frá byrjun ákveðin í að skíra hana Elísabet. Það nafn hafði líka komið til greina þegar við völdum nafnið Embla. Finnst þér að sambandið ykkar hafa breyst eftir að þið urðuð foreldrar? Já alveg klárlega! Maður gengur í gegnum allskonar tímabil í sambandi þegar maður verður foreldrar, en það gerir það bara að verkum að við kunnum enn betur að meta hvort annað og að sjá maka sinn standa sig vel í foreldrahlutverkinu gerir mann bara enn meira ástfanginn. Við höfum minni tíma fyrir hvort annað og til að hlúa að sambandinu eins og staðan er í dag, en þegar við getum það þá metum við það enn meira. Móðurmál er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við mæður á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Móðurmálum á svavam@syn.is.
Ástin og lífið Móðurmál Tengdar fréttir „Tíu ár en enginn hringur“ Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára. 29. mars 2024 07:00 Birta Líf og Gunnar Patrik gáfu dótturinni nafn Birta Líf Ólafsdóttir hlaðvarpsstjórnandi og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali gáfu þriggja mánaða dóttur sinni nafn. Hún fékk nafnið Elísabet Eva. 1. júní 2025 21:02 Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Hlaðvörp hafa undanfarin misseri komið eins og stormsveipur inn í íslenska dægurmenningu og þjóðmálaumræðu. Hvort sem þau eru um stjórnmál, fótbolta, glæpi eða lífsstíl þá virðist eftirspurnin endalaus og framboðið sömuleiðis. Sumir myndu segja að þetta sé í raun og veru blogg ársins 2025. 9. febrúar 2025 07:00 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
„Tíu ár en enginn hringur“ Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára. 29. mars 2024 07:00
Birta Líf og Gunnar Patrik gáfu dótturinni nafn Birta Líf Ólafsdóttir hlaðvarpsstjórnandi og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali gáfu þriggja mánaða dóttur sinni nafn. Hún fékk nafnið Elísabet Eva. 1. júní 2025 21:02
Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Hlaðvörp hafa undanfarin misseri komið eins og stormsveipur inn í íslenska dægurmenningu og þjóðmálaumræðu. Hvort sem þau eru um stjórnmál, fótbolta, glæpi eða lífsstíl þá virðist eftirspurnin endalaus og framboðið sömuleiðis. Sumir myndu segja að þetta sé í raun og veru blogg ársins 2025. 9. febrúar 2025 07:00