Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2025 15:31 Glasner segist mögulega þurfa að taka skóna fram vegna miðvarðakrísu Palace. Sebastian Frej/Getty Images Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace á Englandi, virðist þreyttur á aðgerðaleysi félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Útlit er fyrir brotthvarf tveggja lykilmanna á meðan fáir sem engir hafa komið til liðsins, þrátt fyrir sögulega góðan árangur. Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira