Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Agnar Már Másson skrifar 22. ágúst 2025 23:44 Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, fékk sex ára dóm árið 2023 vegna árásarinnar á Bankastræti Club árið á undan. Hann fékk reynslulausn sem nú er farin út um gluggan fyrst hann var gómaður við að reyna að smygla inn kannabis til landsins. Vísir/Vilhelm Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira