Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar 24. ágúst 2025 10:33 Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar