Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2025 10:35 Baldvin Þór Magnússon setti brautarmet í 10 km hlaupi og mætti svo í viðtali í beinni útsendingu á Vísi. Vísir Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. Baldvin á sjálfur Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi, frá árinu 2023, er Akureyringurinn hljóp á 28:51 í Leeds á Englandi. Hann ætlaði sér að gera enn betur í gær en fékk vindinn í fangið ef svo má segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að slá brautarmetið sem Hlynur Andrésson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni, setti fyrir ári síðan þegar hann hljóp tíu kílómetrana á 30:24. „Ég er bara sáttur með hvernig ég framkvæmdi hlaupið í þeim aðstæðum sem mér voru gefnar,“ sagði Baldvin. „Ég reyndi að láta mér líða vel fyrri fimm kílómetrana því ég vissi að það væri vindur seinni fimm. Ég vissi ekki að það yrði alveg svona mikill vindur. Ég fann virkilega fyrir honum. En ég stóð mig vel miðað við aðstæður svo ég er bara sáttur,“ sagði Baldvin í gær en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Baldvin eftir brautarmetið „Mig langaði að hlaupa undir 28:51 sem er Íslandsmetið mitt. Það væri rosalega gaman að slá það á Íslandi. En nú er að byrja götutímabil hjá mér, þetta var fyrsta götuhlaupið, og ég er bara sáttur með hvernig formið er,“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by LANGA - hlaðvarp (@langa_hladvarp) Þessi margfaldi Íslandsmethafi (1.500 m, 3.000 m, 5.000 m hlaup, og 5 og 10 km götuhlaup, auk 1.500 og 3.000 m innanhúss) sem oftar keppir erlendis naut sín í botn í Reykjavík í gær: „Það er mjög góð stemning. Ég veit ekki hvað það voru margir að kalla „Áfram Baldvin!“ Það var mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram,“ sagði Baldvin sem verður á Íslandi í örfáa daga en heldur svo út og stefnir á að keppa aftur í 10 km götuhlaupi í byrjun október. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjá meira
Baldvin á sjálfur Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi, frá árinu 2023, er Akureyringurinn hljóp á 28:51 í Leeds á Englandi. Hann ætlaði sér að gera enn betur í gær en fékk vindinn í fangið ef svo má segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að slá brautarmetið sem Hlynur Andrésson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni, setti fyrir ári síðan þegar hann hljóp tíu kílómetrana á 30:24. „Ég er bara sáttur með hvernig ég framkvæmdi hlaupið í þeim aðstæðum sem mér voru gefnar,“ sagði Baldvin. „Ég reyndi að láta mér líða vel fyrri fimm kílómetrana því ég vissi að það væri vindur seinni fimm. Ég vissi ekki að það yrði alveg svona mikill vindur. Ég fann virkilega fyrir honum. En ég stóð mig vel miðað við aðstæður svo ég er bara sáttur,“ sagði Baldvin í gær en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Baldvin eftir brautarmetið „Mig langaði að hlaupa undir 28:51 sem er Íslandsmetið mitt. Það væri rosalega gaman að slá það á Íslandi. En nú er að byrja götutímabil hjá mér, þetta var fyrsta götuhlaupið, og ég er bara sáttur með hvernig formið er,“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by LANGA - hlaðvarp (@langa_hladvarp) Þessi margfaldi Íslandsmethafi (1.500 m, 3.000 m, 5.000 m hlaup, og 5 og 10 km götuhlaup, auk 1.500 og 3.000 m innanhúss) sem oftar keppir erlendis naut sín í botn í Reykjavík í gær: „Það er mjög góð stemning. Ég veit ekki hvað það voru margir að kalla „Áfram Baldvin!“ Það var mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram,“ sagði Baldvin sem verður á Íslandi í örfáa daga en heldur svo út og stefnir á að keppa aftur í 10 km götuhlaupi í byrjun október.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjá meira
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31
Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47
Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn