Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 00:09 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart börnum í Úkraínu og fyrrverandi utanríkisráðherra. Sýn Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. „Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
„Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira