Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 09:02 Ruben Amorim á hliðarlínunni á Craven Cottage. getty/Marc Atkins Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar botna lítið í sumum ákvörðunum Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eins og að nota Altay Bayindir í marki liðsins í stað Andrés Onana. United gerði 1-1 jafntefli við Fulham á Craven Cottage í gær. Rauðu djöflarnir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Bayindir stóð á milli stanganna hjá United annan leikinn í röð og var verulega óöruggur í föstum leikatriðum, líkt og í tapinu fyrir Arsenal í síðustu viku. „Ég skil ekki Amorim. Er hann svona öruggur í starfi að hann er bara að taka sénsa með Bayindir. Hann veit alveg að Onana er betri markmaðurinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni í gær. „Amorim er með sjö sigra í 29 leikjum með United. Þrír af þeim komu gegn nýliðunum sem féllu í fyrra. Það er ótrúlegt að United hafi ekki fengið á sig mark úr föstum leikatriðum í dag [í gær] eftir eitthvað af þessum mistökum sem Bayindir gerði. Hann hlýtur klárlega að vera að reyna að bola Onana út með þessu en það er stór áhætta og ég furða mig á því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Umræða um Amorim Alberti og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur finnst eins og pressan sé farin að ná tökum á Amorim. „Þegar hann var ráðinn var mikið talað um að [Erik] ten Hag hafi ekki heillað stuðningsmenn United utan vallar og eftir leiki; það vantaði ákveðið svægi í hann. Það var mikið talað um áru hjá Amorim. Hann virkar utan vallar eins og hann sé ógeðslega stressaður,“ sagði Albert. „Mér finnst hann ein taugahrúga. Hann gat ekki horft á vítið þegar Bruno [Fernandes] var að fara að taka það,“ sagði Adda en Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Öddu finnst Amorim hafa sloppið nokkuð billega við gagnrýni miðað við slakan árangur hans í starfi stjóra United en segir að pressan á hann sé farin að aukast. „Já, ekki nema það sé algjörlega nýtt dæmi hjá United. Þegar þú ert stjóri hjá United er alltaf pressa á þér. Mér fannst skrítið hvað hann fékk mikinn slaka í fyrra. Í öllum viðtölum, það var sama hvað hann sagði, hann var aldrei tekinn,“ sagði Adda. „Hann kemur inn og hann ætlar að spila þetta leikkerfi, 3-4-3, sama hvað. Tilfininningin hjá mér er sama hversu mörgum góðum leikmönnum er búið að hrúga inn er þetta ekki að virka.“ Næsti leikur United er gegn nýliðum Burnley á Old Trafford á laugardaginn. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30 Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
United gerði 1-1 jafntefli við Fulham á Craven Cottage í gær. Rauðu djöflarnir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Bayindir stóð á milli stanganna hjá United annan leikinn í röð og var verulega óöruggur í föstum leikatriðum, líkt og í tapinu fyrir Arsenal í síðustu viku. „Ég skil ekki Amorim. Er hann svona öruggur í starfi að hann er bara að taka sénsa með Bayindir. Hann veit alveg að Onana er betri markmaðurinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni í gær. „Amorim er með sjö sigra í 29 leikjum með United. Þrír af þeim komu gegn nýliðunum sem féllu í fyrra. Það er ótrúlegt að United hafi ekki fengið á sig mark úr föstum leikatriðum í dag [í gær] eftir eitthvað af þessum mistökum sem Bayindir gerði. Hann hlýtur klárlega að vera að reyna að bola Onana út með þessu en það er stór áhætta og ég furða mig á því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Umræða um Amorim Alberti og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur finnst eins og pressan sé farin að ná tökum á Amorim. „Þegar hann var ráðinn var mikið talað um að [Erik] ten Hag hafi ekki heillað stuðningsmenn United utan vallar og eftir leiki; það vantaði ákveðið svægi í hann. Það var mikið talað um áru hjá Amorim. Hann virkar utan vallar eins og hann sé ógeðslega stressaður,“ sagði Albert. „Mér finnst hann ein taugahrúga. Hann gat ekki horft á vítið þegar Bruno [Fernandes] var að fara að taka það,“ sagði Adda en Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Öddu finnst Amorim hafa sloppið nokkuð billega við gagnrýni miðað við slakan árangur hans í starfi stjóra United en segir að pressan á hann sé farin að aukast. „Já, ekki nema það sé algjörlega nýtt dæmi hjá United. Þegar þú ert stjóri hjá United er alltaf pressa á þér. Mér fannst skrítið hvað hann fékk mikinn slaka í fyrra. Í öllum viðtölum, það var sama hvað hann sagði, hann var aldrei tekinn,“ sagði Adda. „Hann kemur inn og hann ætlar að spila þetta leikkerfi, 3-4-3, sama hvað. Tilfininningin hjá mér er sama hversu mörgum góðum leikmönnum er búið að hrúga inn er þetta ekki að virka.“ Næsti leikur United er gegn nýliðum Burnley á Old Trafford á laugardaginn. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30 Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30
Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03