Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2025 10:01 Tómas Bent er að koma sér fyrir í Edinborg eftir stutt stopp í Reykjavík. Mynd/Hearts Líf Tómasar Bent Magnússonar tekur miklum breytingum þessa dagana. Hann flutti nýverið búferlum til Skotlands og þá er hann að verða faðir í fyrsta sinn. Á leiðinni er lítill Eyjapeyi með skoskan hreim. Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn