Metaregn í hlýindum á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2025 10:07 Drengur að leik í gosbrunni í hlýindunum í maí. Mesta hitabylgja sem vitað er um í maí setti svip sinn á mánuðinn. Vísir/Anton Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst. Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað. Veður Loftslagsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað.
Veður Loftslagsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira