Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 15:31 „Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun