Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 28. ágúst 2025 07:32 Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) birtist áhugaverð samantekt á þróun húsnæðisbóta og leiguverðs.[1] Þar kemur fram að hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði er nú orðið hér um bil það sama og í júlí 2023, þrátt fyrir að húsnæðisbætur hafi verið hækkaðar um 25% í júní 2024. Með öðrum orðum þá bætti bótahækkunin hag leigjenda aðeins til skamms tíma og hafa áhrifin gengið til baka á einu ári vegna leiguverðshækkana í kjölfarið. Mynd 1 úr skýrslu HMS (ágúst 2025): Áhrif hærri húsnæðisbóta frá 2024 hafa nú gengið til baka vegna hækkunar leiguverðs Umsvifamikið bótakerfi stækkað Húsnæðisbætur hækkuðu um fjórðung þann 1. júní 2024 og var sú hækkun hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til að styðja við gerð kjarasamninga það ár. Yfirlýst markmið hækkunarinnar var að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda. Áætlaður kostnaður við hækkunina nam 2,5 ma.kr., en heildarkostnaður við húsnæðisbætur er áætlaður 11,5 ma.kr. á þessu ári. Í skýrslu HMS kemur fram að árið 2024 hafi stofnunin greitt út húsnæðisbætur til 21.000 heimila. Í lok árs voru tæplega 22.000 leigusamningar skráðir hjá HMS, svo húsnæðisbótakerfið nær til stórs hluta leigumarkaðarins.[2] Skilyrði útvíkkuð gegn ráðleggingum AGS Auk hækkunar húsnæðisbóta voru tekju- og eignaviðmið jafnframt útvíkkuð. Í júlí síðastliðnum voru 150 umsóknir um húsnæðisbætur samþykktar sem hefði verið hafnað fyrir lagabreytinguna vegna hárra tekna eða mikilla eigna.[3] Þessi útvíkkun á tekju- og eignaviðmiðum, sem fjölgaði húsnæðisbótaþegum á Íslandi, gengur í berhögg við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í sérstakri skýrslu sem stofnunin gerði um húsnæðismarkaðinn á Íslandi.[4] Þar segir að skilvirkara væri að beina húsnæðisstuðningi til betur afmarkaðs hóps. Í því samhengi bendir AGS á að um 20% af húsnæðisbótum á Íslandi renna til fólks í 5. og 6. tekjutíund, þ.e. um eða yfir millitekjum og segir tækifæri til afmarka stuðninginn betur þannig að hann nýtist helst tekjulágum heimilum. Framangreind útvíkkun fjölgaði fyrst og fremst bótaþegum í efri tekjutíundum og vann þannig gegn ráðleggingum AGS. Útvíkkun þynnir út ábata þeirra tekjulægstu Það á ekki að koma á óvart að hækkun húsnæðisbóta og útvíkkun tekju- og eignaviðmiða hafi ekki bætt hag leigjenda til lengri tíma litið. Ef stuðningur er veittur til verulegs hlutfalls kaupenda á markaði þar sem framboð breytist lítið nema yfir lengri tíma, líkt og raunin er á leigumarkaði, mun stuðningurinn leiða til verðhækkana. Hækkanirnar orsakast af því að leiguíbúðum hefur ekki fjölgað, en mögulegir leigjendur fá hærri bætur en áður og eru því í stöðu til að greiða hærra verð. Þeir sem helst hagnast á skammsýnni stefnu líkt og hér um ræðir eru því leigusalar frekar en leigjendur og stefnubreytingin skilaði þannig ekki tilætluðum árangri. Raunverulegar umbætur sitja á hakanum Lítið hefur bólað á umbótum, líkt og aukinni skilvirkni í stjórnsýslu húsnæðis- og byggingamála, sem raunverulega geta stuðlað að auknu framboði og þar með betri kjörum fyrir leigjendur. Lesendur hafa eflaust tekið eftir að höfundur er hrifinn af ráðleggingum AGS í húsnæðismálum, en stofnunin hefur sagt að allt kapp ætti að vera lagt á að auka framleiðni í byggingargeiranum með umbótum í stjórnsýslu og lagalegri umgjörð hans. Þar má nefna aðgerðir líkt og að einfalda og skýra regluverk í kringum skipulag, létta á stjórnsýslubyrði, stytta leiðina að útgáfu byggingarleyfa og færa leyfisveitingar og eftirlit undir sama hatt, sem hefur gefist vel erlendis.[5] Gott er að muna að peningar leysa ekki allan vanda, heldur er yfirleitt þörf á að horfa heildstætt á hlutina og hugsa mörg skref fram í tímann, áður en að veski skattgreiðenda er opnað. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs. [1] Mánaðarskýrsla HMS frá því í ágúst. Slóð: https://hms.is/skyrslur/manadarskyrsla-agust-25 [2] Fjöldi leigusamninga í lok árs segir ekki alla söguna hér, þar sem ætla má að einhverjir hafi aðeins þegið bætur hluta úr ári og gera má ráð fyrir því að einhver hluti leigusamninga sé óskráður. [3] Mánaðarskýrsla HMS frá því í ágúst. Slóð: https://hms.is/skyrslur/manadarskyrsla-agust-25 [4] Skýrsla AGS um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Slóð: https://www.imf.org/en/Publications/CR/Issues/2022/06/27/Iceland-Selected-Issues-519998 [5]Skýrsla AGS um stöðu íslenska hagkerfisins frá 2022. Slóð: https://www.imf.org/en/Publications/CR/Issues/2022/06/27/Iceland-2022-Article-IV-Consultation-Press-Release-and-Staff-Report-519993 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) birtist áhugaverð samantekt á þróun húsnæðisbóta og leiguverðs.[1] Þar kemur fram að hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði er nú orðið hér um bil það sama og í júlí 2023, þrátt fyrir að húsnæðisbætur hafi verið hækkaðar um 25% í júní 2024. Með öðrum orðum þá bætti bótahækkunin hag leigjenda aðeins til skamms tíma og hafa áhrifin gengið til baka á einu ári vegna leiguverðshækkana í kjölfarið. Mynd 1 úr skýrslu HMS (ágúst 2025): Áhrif hærri húsnæðisbóta frá 2024 hafa nú gengið til baka vegna hækkunar leiguverðs Umsvifamikið bótakerfi stækkað Húsnæðisbætur hækkuðu um fjórðung þann 1. júní 2024 og var sú hækkun hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til að styðja við gerð kjarasamninga það ár. Yfirlýst markmið hækkunarinnar var að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda. Áætlaður kostnaður við hækkunina nam 2,5 ma.kr., en heildarkostnaður við húsnæðisbætur er áætlaður 11,5 ma.kr. á þessu ári. Í skýrslu HMS kemur fram að árið 2024 hafi stofnunin greitt út húsnæðisbætur til 21.000 heimila. Í lok árs voru tæplega 22.000 leigusamningar skráðir hjá HMS, svo húsnæðisbótakerfið nær til stórs hluta leigumarkaðarins.[2] Skilyrði útvíkkuð gegn ráðleggingum AGS Auk hækkunar húsnæðisbóta voru tekju- og eignaviðmið jafnframt útvíkkuð. Í júlí síðastliðnum voru 150 umsóknir um húsnæðisbætur samþykktar sem hefði verið hafnað fyrir lagabreytinguna vegna hárra tekna eða mikilla eigna.[3] Þessi útvíkkun á tekju- og eignaviðmiðum, sem fjölgaði húsnæðisbótaþegum á Íslandi, gengur í berhögg við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í sérstakri skýrslu sem stofnunin gerði um húsnæðismarkaðinn á Íslandi.[4] Þar segir að skilvirkara væri að beina húsnæðisstuðningi til betur afmarkaðs hóps. Í því samhengi bendir AGS á að um 20% af húsnæðisbótum á Íslandi renna til fólks í 5. og 6. tekjutíund, þ.e. um eða yfir millitekjum og segir tækifæri til afmarka stuðninginn betur þannig að hann nýtist helst tekjulágum heimilum. Framangreind útvíkkun fjölgaði fyrst og fremst bótaþegum í efri tekjutíundum og vann þannig gegn ráðleggingum AGS. Útvíkkun þynnir út ábata þeirra tekjulægstu Það á ekki að koma á óvart að hækkun húsnæðisbóta og útvíkkun tekju- og eignaviðmiða hafi ekki bætt hag leigjenda til lengri tíma litið. Ef stuðningur er veittur til verulegs hlutfalls kaupenda á markaði þar sem framboð breytist lítið nema yfir lengri tíma, líkt og raunin er á leigumarkaði, mun stuðningurinn leiða til verðhækkana. Hækkanirnar orsakast af því að leiguíbúðum hefur ekki fjölgað, en mögulegir leigjendur fá hærri bætur en áður og eru því í stöðu til að greiða hærra verð. Þeir sem helst hagnast á skammsýnni stefnu líkt og hér um ræðir eru því leigusalar frekar en leigjendur og stefnubreytingin skilaði þannig ekki tilætluðum árangri. Raunverulegar umbætur sitja á hakanum Lítið hefur bólað á umbótum, líkt og aukinni skilvirkni í stjórnsýslu húsnæðis- og byggingamála, sem raunverulega geta stuðlað að auknu framboði og þar með betri kjörum fyrir leigjendur. Lesendur hafa eflaust tekið eftir að höfundur er hrifinn af ráðleggingum AGS í húsnæðismálum, en stofnunin hefur sagt að allt kapp ætti að vera lagt á að auka framleiðni í byggingargeiranum með umbótum í stjórnsýslu og lagalegri umgjörð hans. Þar má nefna aðgerðir líkt og að einfalda og skýra regluverk í kringum skipulag, létta á stjórnsýslubyrði, stytta leiðina að útgáfu byggingarleyfa og færa leyfisveitingar og eftirlit undir sama hatt, sem hefur gefist vel erlendis.[5] Gott er að muna að peningar leysa ekki allan vanda, heldur er yfirleitt þörf á að horfa heildstætt á hlutina og hugsa mörg skref fram í tímann, áður en að veski skattgreiðenda er opnað. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs. [1] Mánaðarskýrsla HMS frá því í ágúst. Slóð: https://hms.is/skyrslur/manadarskyrsla-agust-25 [2] Fjöldi leigusamninga í lok árs segir ekki alla söguna hér, þar sem ætla má að einhverjir hafi aðeins þegið bætur hluta úr ári og gera má ráð fyrir því að einhver hluti leigusamninga sé óskráður. [3] Mánaðarskýrsla HMS frá því í ágúst. Slóð: https://hms.is/skyrslur/manadarskyrsla-agust-25 [4] Skýrsla AGS um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Slóð: https://www.imf.org/en/Publications/CR/Issues/2022/06/27/Iceland-Selected-Issues-519998 [5]Skýrsla AGS um stöðu íslenska hagkerfisins frá 2022. Slóð: https://www.imf.org/en/Publications/CR/Issues/2022/06/27/Iceland-2022-Article-IV-Consultation-Press-Release-and-Staff-Report-519993
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun