Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 20:03 Alma Möller heilbrigðisráðherra boðar byltingu í heilbrigðisþjónustu. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna er persónulega þakklát fyrir tæknina sem nú er boðuð en hún hafi slæma reynslu af þjónustu í kjölfarið. Úr því verði að bæta í framhaldinu. Vísir Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Kona sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð segir að alla eftirfylgni hafi vantað. Mikil tækifæri felast í heilbrigðisþjónustu sem væri sniðin að hverjum og einum að mati starfshóps heilbrigðisráðherra sem kynnti niðurstöður sínar um málefnið á Landspítalnum í morgun. Gagnagrunnar lykilatriði Fram kemur í skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra að með því að nota erfða- og heilsufarsgagnagrunna sé hægt að sníða forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma að hverjum einstaklingi og velja þannig bestu meðferðina á hverjum tíma. Í drögum að stefnu starfshópsins um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu kemur fram að byggja þurfi kerfi til að samþætta gagnagrunna og miðla upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks og einstaklinga á öruggan og aðgengilegan hátt. „Í framtíðinni verða notuð gríðarleg gögn um einstaklinginn til að klæðskera forvarnir, greiningu og meðferð . Þarna erum við að tala um erfðaupplýsingar, alls konar efni í líkamanum eins og prótein og upplýsingar um lífstíl og það er svo nýtt til að gera meðferð markvissari og betri,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra. Alma undirbýr nú þingsályktun um málið og vonast til að geta lagt hana fram á haustþingi. „Þarna eru stórkostlegir möguleikar. Við erum að byrja en hér á Íslandi höfum við allar forsendur til að vera leiðandi á þessu sviði,“segir hún. Týndist í kerfinu eftir greiningu Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna fór í erfðarannsókn fyrir nokkrum árum eftir að móðir hennar fékk krabbamein og greindist þá með stökkbreytingu á Brakka 2 en slíkt afbrigði getur breyst í krabbamein. Hún segist afar þakklát fyrir gagnagrunninn og tæknina sem hafi gert greininguna mögulega en telur að það þurfi stórefla þjónustuna Landspítalans eftir slíka greiningu. „Þjónustan er ekki góð hjá Landspítalnum eftir svona greiningu. Það þarf að koma þessu í miklu betra horf. Ég fékk greiningu hjá erfðadeildinni en týndist svo í kerfinu. Upplýsingarnar um mig fóru ekki á milli erfða-, kvenna- og brjóstadeildanna. Það var einhver gloppa í kerfinu og engin eftirfylgni. Ég þurfti sjálf að finna út úr hvað átti að gera næst. Það er heldur ekki nógu góð upplýsingagjöf til arfbera um hvaða eftirlit þeir þurfa að fara í. Það er engin sem rekur á eftir þér. Það er ekkert rautt flagg í kerfinu sem fylgir okkur eftir,“ segir Jóhanna. Beið mánuðum saman milli vonar og ótta Jóhanna segist hafa beðið lengi milli vonar og ótta eftir greiningu og upplýsingum um hvort hún væri komin með krabbamein. „Ég fékk þær upplýsingar frá spítalanum mánuðum eftir að ég fékk greininguna að ég væri númer fimmtíu á biðlista eftir að komast í rannsókn á því hvort ég væri komin með krabbamein. Ég óskaði í framhaldi eftir innlögn á geðdeild því biðin eftir niðurstöðu var svo erfið. Mér var aldrei tjáð í ferlinu um að ég gæti farið til kvensjúkdómalæknis út í bæ. Ég hélt þetta væri svo sérhæft að ég þyrfti að fara í gegnum kvennadeildina,“ segir Jóhanna. Vilji fyrir hendi Jóhanna segist svo hafa frétt gegnum Brakkasamtökin að hún gæti farið á Klíníkina sem er einkarekin stofa. Þar hafi hún fljótlega komist í áhættuminnkandi aðgerðir og í ljós hafi komið að stökkbreytingin hafði ekki breyst í krabbamein. Hún segir nauðsynlegt að Landspítalinn bæti utanhald og verkferla fyrir fólk í sinni stöðu. „Landspítalinn þarf að koma einstaklingssniðnu þjónustunni inn og halda utan um arfbera. Það þarf til dæmis að útvista segulómskoðunum ef spítalinn getur ekki sinnt þeim,“ segir Jóhanna. Þá telur hún að bæta þurfi verkferla á spítalanum svo hægt sé að sinna fleiri hópum sem eru mögulega með arfbera. Hún vonar að það sé að fara að gerast. „Það er allur vilji hjá Landspítalanum að bæta þessa þjónustu. Við höfum verið í samskiptum við yfirstjórnina og þeir vilja gera betur. Vonandi eru þessar niðurstöður starfshóps heilbrigðisráðherra fyrsta skerfið í áttina að því,“ segir Jóhanna. Heilbrigðisyfirvöld látið vita Margar siðferðilegar spurningar hafa vaknað varðandi tæknina sem nú er boðuð um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu og ein þeirra snýst um hvort heilbrigðisyfirvöld eigi að láta fólk vita af erfðasjúkdómum komi þeir fram í gagnasöfnum þeirra. Jóhanna hefur ákveðna skoðun á því. „Það er nauðsynlegt að láta fólk vita af slíku, annað er fáránlegt. Mér finnst líka nauðsynlegt að fólk sem veit af erfðasjúkdómum í fjölskyldum sínum láti athuga hvort það hafi slíka arfbera. Þér ber siðferðileg skylda til að fara í slík próf svo að börnin þín viti af áhættunni,“ segir Jóhanna að lokum. Brakkasamtökin og Krabbameinsfélagið halda ráðstefnu 5. -6. september sem nefnist Skref fyrir skref. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast frekari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Krabbamein Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Mikil tækifæri felast í heilbrigðisþjónustu sem væri sniðin að hverjum og einum að mati starfshóps heilbrigðisráðherra sem kynnti niðurstöður sínar um málefnið á Landspítalnum í morgun. Gagnagrunnar lykilatriði Fram kemur í skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra að með því að nota erfða- og heilsufarsgagnagrunna sé hægt að sníða forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma að hverjum einstaklingi og velja þannig bestu meðferðina á hverjum tíma. Í drögum að stefnu starfshópsins um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu kemur fram að byggja þurfi kerfi til að samþætta gagnagrunna og miðla upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks og einstaklinga á öruggan og aðgengilegan hátt. „Í framtíðinni verða notuð gríðarleg gögn um einstaklinginn til að klæðskera forvarnir, greiningu og meðferð . Þarna erum við að tala um erfðaupplýsingar, alls konar efni í líkamanum eins og prótein og upplýsingar um lífstíl og það er svo nýtt til að gera meðferð markvissari og betri,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra. Alma undirbýr nú þingsályktun um málið og vonast til að geta lagt hana fram á haustþingi. „Þarna eru stórkostlegir möguleikar. Við erum að byrja en hér á Íslandi höfum við allar forsendur til að vera leiðandi á þessu sviði,“segir hún. Týndist í kerfinu eftir greiningu Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna fór í erfðarannsókn fyrir nokkrum árum eftir að móðir hennar fékk krabbamein og greindist þá með stökkbreytingu á Brakka 2 en slíkt afbrigði getur breyst í krabbamein. Hún segist afar þakklát fyrir gagnagrunninn og tæknina sem hafi gert greininguna mögulega en telur að það þurfi stórefla þjónustuna Landspítalans eftir slíka greiningu. „Þjónustan er ekki góð hjá Landspítalnum eftir svona greiningu. Það þarf að koma þessu í miklu betra horf. Ég fékk greiningu hjá erfðadeildinni en týndist svo í kerfinu. Upplýsingarnar um mig fóru ekki á milli erfða-, kvenna- og brjóstadeildanna. Það var einhver gloppa í kerfinu og engin eftirfylgni. Ég þurfti sjálf að finna út úr hvað átti að gera næst. Það er heldur ekki nógu góð upplýsingagjöf til arfbera um hvaða eftirlit þeir þurfa að fara í. Það er engin sem rekur á eftir þér. Það er ekkert rautt flagg í kerfinu sem fylgir okkur eftir,“ segir Jóhanna. Beið mánuðum saman milli vonar og ótta Jóhanna segist hafa beðið lengi milli vonar og ótta eftir greiningu og upplýsingum um hvort hún væri komin með krabbamein. „Ég fékk þær upplýsingar frá spítalanum mánuðum eftir að ég fékk greininguna að ég væri númer fimmtíu á biðlista eftir að komast í rannsókn á því hvort ég væri komin með krabbamein. Ég óskaði í framhaldi eftir innlögn á geðdeild því biðin eftir niðurstöðu var svo erfið. Mér var aldrei tjáð í ferlinu um að ég gæti farið til kvensjúkdómalæknis út í bæ. Ég hélt þetta væri svo sérhæft að ég þyrfti að fara í gegnum kvennadeildina,“ segir Jóhanna. Vilji fyrir hendi Jóhanna segist svo hafa frétt gegnum Brakkasamtökin að hún gæti farið á Klíníkina sem er einkarekin stofa. Þar hafi hún fljótlega komist í áhættuminnkandi aðgerðir og í ljós hafi komið að stökkbreytingin hafði ekki breyst í krabbamein. Hún segir nauðsynlegt að Landspítalinn bæti utanhald og verkferla fyrir fólk í sinni stöðu. „Landspítalinn þarf að koma einstaklingssniðnu þjónustunni inn og halda utan um arfbera. Það þarf til dæmis að útvista segulómskoðunum ef spítalinn getur ekki sinnt þeim,“ segir Jóhanna. Þá telur hún að bæta þurfi verkferla á spítalanum svo hægt sé að sinna fleiri hópum sem eru mögulega með arfbera. Hún vonar að það sé að fara að gerast. „Það er allur vilji hjá Landspítalanum að bæta þessa þjónustu. Við höfum verið í samskiptum við yfirstjórnina og þeir vilja gera betur. Vonandi eru þessar niðurstöður starfshóps heilbrigðisráðherra fyrsta skerfið í áttina að því,“ segir Jóhanna. Heilbrigðisyfirvöld látið vita Margar siðferðilegar spurningar hafa vaknað varðandi tæknina sem nú er boðuð um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu og ein þeirra snýst um hvort heilbrigðisyfirvöld eigi að láta fólk vita af erfðasjúkdómum komi þeir fram í gagnasöfnum þeirra. Jóhanna hefur ákveðna skoðun á því. „Það er nauðsynlegt að láta fólk vita af slíku, annað er fáránlegt. Mér finnst líka nauðsynlegt að fólk sem veit af erfðasjúkdómum í fjölskyldum sínum láti athuga hvort það hafi slíka arfbera. Þér ber siðferðileg skylda til að fara í slík próf svo að börnin þín viti af áhættunni,“ segir Jóhanna að lokum. Brakkasamtökin og Krabbameinsfélagið halda ráðstefnu 5. -6. september sem nefnist Skref fyrir skref. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast frekari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Krabbamein Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira