„Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. ágúst 2025 14:27 Rúrik Gíslason segir síðustu sjónvarpsseríu IceGuys hafa litið dagsins ljós og jólatónleikarnir framundan séu líklega þeir síðustu sömuleiðis. Vísir/Vilhelm Rúrik Gíslason segir jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll 13. desember næstkomandi að öllum líkindum síðustu tónleika sveitarinnar, ef frá eru taldir mögulegir reunion-tónleikar í fjarlægri framtíð. Rúrik, sem er einn meðlima IceGuys auk þess að vera fyrirsæta og leikari, hringdi inn í Brennsluna í morgun frá Madríd á Spáni til að ræða jólatónleikana og annað sem er um að vera hjá honum þessa dagana. „Ég er að koma til Íslands á eftir, ég er að fara í brúðkaup hjá einum besta vini mínum á morgun. Ég er að fara í skemmtilegt Októberfest-partý hjá Heidi Klum og svo er ég að fara að leika í Netflix-mynd í september og koma fram í sjónvarpsþætti í Þýskalandi sem heitir Grill den Henssler þar sem ég þarf að grilla og elda eitthvað geggjað,“ segir Rúrik. Viðtal Brennslunnar við Rúrik má hlusta í heild sinni hér að neðan: „Aðallega einhver aumingi“ Af öllu sem þú ert, það er módelið, leikarinn, tónlistarmaðurinn og íþróttamaðurinn í grunninn, hvar horfirðu helst á þig í dag? „Ég veit það ekki, er maður ekki aðallega einhver aumingi,“ segir Rúrik og hlær. „Ég veit það ekki, ég mun aldrei venjast því.“ Friðrik Dór, Jón Jónsson, Aron Can, Rúrik Gíslason og Herra Hnetusmjör skipa hljómsveitina Iceguys.Iceguys „Tónlistarmaður? Það er mjög erfitt að segja að ég sé tónlistarmaður, ég teika fjóra bestu tónlistarmenn landsins í þessu IceGuys-dæmi þannig ókei, strikum það út af listanum. Leikari? Jújú, ég hef verið í bíómyndum og er að leika svolítið,“ bætir hann við. Þá segist hann alltaf fá „ógeðslega skrítna tilfinningu“ þegar hann segi fólki að hann sé leikari. „Byrjaði sem brandari og varð töluvert stærra en okkur óraði fyrir“ Strákasveitin IceGuys héldu vinsæla jólatónleika á síðasta ári og stefna á að endurtaka leikinn með tónleikunum „IceGuys jól“ í Laugardalshöll laugardaginn 13. desember. „Við náum ekki að vera með jafnmarga tónleika og í fyrra, við náum bara að vera í Höllinni í einn dag sem þýðir að tónleikarnir verða færri en vonandi verður eftirspurn eftir miðum eins og í fyrra. Það var náttúrulega algjör sturlun hvernig þetta fór í fyrra,“ segir Rúrik. „Allt sem IceGuys gerir er svona fantasíuheimur þannig ef við höldum tónleika verða það að vera bestu tónleikar sem fólk fer á,“ bætir hann við. Meðlimir IceGuys hafi fundað töluvert í undirbúningi fyrir tónleikana sem Rúrik segir líklegt að verði síðustu tónleikar sveitarinnar. „IceGuys byrjaði sem brandari og varð töluvert stærra en okkur óraði fyrir. En einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman,“ segir Rúrik. „Aldrei að segja aldrei, kannski verður tíu ára reunion, IceGuys-reunion í Háskólabíói, ég veit það ekki,“ Sjá einnig: IceGuys seldi nítján þúsund miða Þetta er hreinlega ekkert sem við höfum rætt, ef ég á að vera alveg að vera hreinskilin. En við höldum alla tónleika eins og þeir séu síðustu tónleikarnir okkar,“ segir Rúrik en miðasala fyrir jólatónleikana hefst klukkan 10 á mánudag á Tix. Tónleikar á Íslandi Bíó og sjónvarp Brennslan Bylgjan Bítið Tengdar fréttir Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Það hefur vart farið fram hjá neinum hérlendis að strákasveitin IceGuys tryllti lýðinn með fimm stórtónleikum í Laugardalshöllinni. Danshöfundurinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz spilar veigamikið hlutverk í þessu stóra verkefni en blaðamaður náði tali af henni eftir heldur betur viðburðaríka síðustu mánuði. 16. desember 2024 20:01 Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði „IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ sagði Máni Pétursson skipuleggjandi jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll hróðugur fyrr í vikunni eftir að nítján þúsund miðar seldust á tónleikana. Það er stór fullyrðing, enda eru tónleikarnir langt frá því að vera einu jólatónleikar ársins. Hart er barist á hundruð milljóna jólamarkaði þar sem framboðið hefur aldrei verið eins mikið. 7. september 2024 15:02 Iceguys með opna búð og árita bókina Iceguys munu árita IceGuys bókina í Iceguys búðinni í Kringlunni á morgun milli klukkan 12 og 13. Búið er að opna búðina aftur en loka þurfti í tvo daga þegar allar hillur tæmdust. Jón Jónsson segir stemmninguna í kringum hljómsveitina ævintýralega. 20. desember 2024 13:29 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Rúrik, sem er einn meðlima IceGuys auk þess að vera fyrirsæta og leikari, hringdi inn í Brennsluna í morgun frá Madríd á Spáni til að ræða jólatónleikana og annað sem er um að vera hjá honum þessa dagana. „Ég er að koma til Íslands á eftir, ég er að fara í brúðkaup hjá einum besta vini mínum á morgun. Ég er að fara í skemmtilegt Októberfest-partý hjá Heidi Klum og svo er ég að fara að leika í Netflix-mynd í september og koma fram í sjónvarpsþætti í Þýskalandi sem heitir Grill den Henssler þar sem ég þarf að grilla og elda eitthvað geggjað,“ segir Rúrik. Viðtal Brennslunnar við Rúrik má hlusta í heild sinni hér að neðan: „Aðallega einhver aumingi“ Af öllu sem þú ert, það er módelið, leikarinn, tónlistarmaðurinn og íþróttamaðurinn í grunninn, hvar horfirðu helst á þig í dag? „Ég veit það ekki, er maður ekki aðallega einhver aumingi,“ segir Rúrik og hlær. „Ég veit það ekki, ég mun aldrei venjast því.“ Friðrik Dór, Jón Jónsson, Aron Can, Rúrik Gíslason og Herra Hnetusmjör skipa hljómsveitina Iceguys.Iceguys „Tónlistarmaður? Það er mjög erfitt að segja að ég sé tónlistarmaður, ég teika fjóra bestu tónlistarmenn landsins í þessu IceGuys-dæmi þannig ókei, strikum það út af listanum. Leikari? Jújú, ég hef verið í bíómyndum og er að leika svolítið,“ bætir hann við. Þá segist hann alltaf fá „ógeðslega skrítna tilfinningu“ þegar hann segi fólki að hann sé leikari. „Byrjaði sem brandari og varð töluvert stærra en okkur óraði fyrir“ Strákasveitin IceGuys héldu vinsæla jólatónleika á síðasta ári og stefna á að endurtaka leikinn með tónleikunum „IceGuys jól“ í Laugardalshöll laugardaginn 13. desember. „Við náum ekki að vera með jafnmarga tónleika og í fyrra, við náum bara að vera í Höllinni í einn dag sem þýðir að tónleikarnir verða færri en vonandi verður eftirspurn eftir miðum eins og í fyrra. Það var náttúrulega algjör sturlun hvernig þetta fór í fyrra,“ segir Rúrik. „Allt sem IceGuys gerir er svona fantasíuheimur þannig ef við höldum tónleika verða það að vera bestu tónleikar sem fólk fer á,“ bætir hann við. Meðlimir IceGuys hafi fundað töluvert í undirbúningi fyrir tónleikana sem Rúrik segir líklegt að verði síðustu tónleikar sveitarinnar. „IceGuys byrjaði sem brandari og varð töluvert stærra en okkur óraði fyrir. En einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman,“ segir Rúrik. „Aldrei að segja aldrei, kannski verður tíu ára reunion, IceGuys-reunion í Háskólabíói, ég veit það ekki,“ Sjá einnig: IceGuys seldi nítján þúsund miða Þetta er hreinlega ekkert sem við höfum rætt, ef ég á að vera alveg að vera hreinskilin. En við höldum alla tónleika eins og þeir séu síðustu tónleikarnir okkar,“ segir Rúrik en miðasala fyrir jólatónleikana hefst klukkan 10 á mánudag á Tix.
Tónleikar á Íslandi Bíó og sjónvarp Brennslan Bylgjan Bítið Tengdar fréttir Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Það hefur vart farið fram hjá neinum hérlendis að strákasveitin IceGuys tryllti lýðinn með fimm stórtónleikum í Laugardalshöllinni. Danshöfundurinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz spilar veigamikið hlutverk í þessu stóra verkefni en blaðamaður náði tali af henni eftir heldur betur viðburðaríka síðustu mánuði. 16. desember 2024 20:01 Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði „IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ sagði Máni Pétursson skipuleggjandi jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll hróðugur fyrr í vikunni eftir að nítján þúsund miðar seldust á tónleikana. Það er stór fullyrðing, enda eru tónleikarnir langt frá því að vera einu jólatónleikar ársins. Hart er barist á hundruð milljóna jólamarkaði þar sem framboðið hefur aldrei verið eins mikið. 7. september 2024 15:02 Iceguys með opna búð og árita bókina Iceguys munu árita IceGuys bókina í Iceguys búðinni í Kringlunni á morgun milli klukkan 12 og 13. Búið er að opna búðina aftur en loka þurfti í tvo daga þegar allar hillur tæmdust. Jón Jónsson segir stemmninguna í kringum hljómsveitina ævintýralega. 20. desember 2024 13:29 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Það hefur vart farið fram hjá neinum hérlendis að strákasveitin IceGuys tryllti lýðinn með fimm stórtónleikum í Laugardalshöllinni. Danshöfundurinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz spilar veigamikið hlutverk í þessu stóra verkefni en blaðamaður náði tali af henni eftir heldur betur viðburðaríka síðustu mánuði. 16. desember 2024 20:01
Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði „IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ sagði Máni Pétursson skipuleggjandi jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll hróðugur fyrr í vikunni eftir að nítján þúsund miðar seldust á tónleikana. Það er stór fullyrðing, enda eru tónleikarnir langt frá því að vera einu jólatónleikar ársins. Hart er barist á hundruð milljóna jólamarkaði þar sem framboðið hefur aldrei verið eins mikið. 7. september 2024 15:02
Iceguys með opna búð og árita bókina Iceguys munu árita IceGuys bókina í Iceguys búðinni í Kringlunni á morgun milli klukkan 12 og 13. Búið er að opna búðina aftur en loka þurfti í tvo daga þegar allar hillur tæmdust. Jón Jónsson segir stemmninguna í kringum hljómsveitina ævintýralega. 20. desember 2024 13:29