Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 13:01 Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls. Sumir hræðast aðeins afmarkaðar aðstæður eins og að halda fyrirlestra en mun fleiri hræðast hinar og þessar aðstæður, formlegar sem óformlegar. Það eitt að þurfa að mæta í fjölskylduboð getur orðið kvöl og pína. Eins og gefur að skilja hefur félagsfælni, sem oftast hefst á unglingsárum, gríðarleg áhrif á lífshlaup fólks, fái það ekki viðeigandi aðstoð. Hún getur gert það að verkum að flosnar upp úr skóla, einangrar sig, nær minni framgöngu í vinnu og á erfitt með að finna sér lífsförunaut. Fólk missir af tækifærum og þróar oft með sér þunglyndi og stundum misnotkun á vímugjöfum. Það sem er hvað mest eyðileggjandi við félagsfælnina, er að fá ekki notið sín meðal annarra, meðan maður virðist manns gaman hjá flestum öðrum. Leynda kvíðaröskunin Félagsfælni hefur verið nefnd leynda kvíðaröskunin því fólk ber vandann sjaldnast með sér (þótt því finnist sjálfu að félagskvíðinn standi skrifaður á ennið á því). Þetta er heldur ekki, eins og gefur að skilja, hávær hópur sem vekur athygli á málefnum sínum. Fólk þjáist í hljóði, skammast sín og telur vandann jafnvel hluta af persónuleika sínum. Raunin er hins vegar sú að félagsfælni er kvíðaröskun sem vel má ná tökum á með réttri meðferð. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur og má áætla að 80% fólks nái árangri á um það bil tíu meðferðartímum hjá sálfræðingi. Flest höfum við þó einhvern félagskvíða enda stuðlar hóflegur félagskvíði að því að við vöndum okkur í samskiptum og vörumst að særa aðra. Það breytir öllu að fá rétta meðferð við félagsfælni og dregur oft verulega úr þunglyndi sem tilkomið er vegna fælninnar. Áhyggjur af vaxandi félagskvíða Meðferð við félagsfælni snýr að því að rjúfa vítahring fælninnar, meðal annars þjálfa fólk í því að beina athyglinni frá sér svo það verði minna upptekið af eigin frammistöðu. Eins að draga úr forðun og láta á það reyna hvað gerist ef maður bregst öðruvísi við öðrum. Hins vegar hafa samfélagslegar breytingar undanfarinna ára (auk áhrifa Covid-19) gert það að verkum að mun auðveldara er orðið að komast hjá samneyti við aðra. Afla má upplýsinga á netinu í stað þess að slá á þráðinn, senda má rafrænar afmæliskveðjur, dvelja langtímum saman í sýndarveruleika og spjalla við gervigreindina um ýmis málefni. Með gervigreindinni má búa sér til hinn „fullkomna“ vin eða maka, sem stendur og situr eins og maður vill. Vissulega hefur þessi þróun sína kosti og hentar sumum vel. Hins vegar er hætt við því að hún ýti undir félagsfælni og dragi smám saman úr færni okkar til samskipta í raunheimum. Einsemd og þunglyndi fara vaxandi á heimsvísu og er það því varhugaverð þróun að fólk sem á þarf að halda hafi sífellt skertari aðgengi að mannlegri nærveru og nánd. Svo ekki sé minnst á takmarkað aðgengi fólks að öflugri sálfræðimeðferð sökum fjárhags, þar sem hægt væri að snúa þessari þróun við. Ómeðhöndluð félagsfælni er gríðarlega kostnaðarsamur vandi á öllum sviðum, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Fólk öðlast nýtt líf sem nær tökum á vandanum og hæfileikar þess fá betur notið sín, svo allir njóti góðs af. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls. Sumir hræðast aðeins afmarkaðar aðstæður eins og að halda fyrirlestra en mun fleiri hræðast hinar og þessar aðstæður, formlegar sem óformlegar. Það eitt að þurfa að mæta í fjölskylduboð getur orðið kvöl og pína. Eins og gefur að skilja hefur félagsfælni, sem oftast hefst á unglingsárum, gríðarleg áhrif á lífshlaup fólks, fái það ekki viðeigandi aðstoð. Hún getur gert það að verkum að flosnar upp úr skóla, einangrar sig, nær minni framgöngu í vinnu og á erfitt með að finna sér lífsförunaut. Fólk missir af tækifærum og þróar oft með sér þunglyndi og stundum misnotkun á vímugjöfum. Það sem er hvað mest eyðileggjandi við félagsfælnina, er að fá ekki notið sín meðal annarra, meðan maður virðist manns gaman hjá flestum öðrum. Leynda kvíðaröskunin Félagsfælni hefur verið nefnd leynda kvíðaröskunin því fólk ber vandann sjaldnast með sér (þótt því finnist sjálfu að félagskvíðinn standi skrifaður á ennið á því). Þetta er heldur ekki, eins og gefur að skilja, hávær hópur sem vekur athygli á málefnum sínum. Fólk þjáist í hljóði, skammast sín og telur vandann jafnvel hluta af persónuleika sínum. Raunin er hins vegar sú að félagsfælni er kvíðaröskun sem vel má ná tökum á með réttri meðferð. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur og má áætla að 80% fólks nái árangri á um það bil tíu meðferðartímum hjá sálfræðingi. Flest höfum við þó einhvern félagskvíða enda stuðlar hóflegur félagskvíði að því að við vöndum okkur í samskiptum og vörumst að særa aðra. Það breytir öllu að fá rétta meðferð við félagsfælni og dregur oft verulega úr þunglyndi sem tilkomið er vegna fælninnar. Áhyggjur af vaxandi félagskvíða Meðferð við félagsfælni snýr að því að rjúfa vítahring fælninnar, meðal annars þjálfa fólk í því að beina athyglinni frá sér svo það verði minna upptekið af eigin frammistöðu. Eins að draga úr forðun og láta á það reyna hvað gerist ef maður bregst öðruvísi við öðrum. Hins vegar hafa samfélagslegar breytingar undanfarinna ára (auk áhrifa Covid-19) gert það að verkum að mun auðveldara er orðið að komast hjá samneyti við aðra. Afla má upplýsinga á netinu í stað þess að slá á þráðinn, senda má rafrænar afmæliskveðjur, dvelja langtímum saman í sýndarveruleika og spjalla við gervigreindina um ýmis málefni. Með gervigreindinni má búa sér til hinn „fullkomna“ vin eða maka, sem stendur og situr eins og maður vill. Vissulega hefur þessi þróun sína kosti og hentar sumum vel. Hins vegar er hætt við því að hún ýti undir félagsfælni og dragi smám saman úr færni okkar til samskipta í raunheimum. Einsemd og þunglyndi fara vaxandi á heimsvísu og er það því varhugaverð þróun að fólk sem á þarf að halda hafi sífellt skertari aðgengi að mannlegri nærveru og nánd. Svo ekki sé minnst á takmarkað aðgengi fólks að öflugri sálfræðimeðferð sökum fjárhags, þar sem hægt væri að snúa þessari þróun við. Ómeðhöndluð félagsfælni er gríðarlega kostnaðarsamur vandi á öllum sviðum, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Fólk öðlast nýtt líf sem nær tökum á vandanum og hæfileikar þess fá betur notið sín, svo allir njóti góðs af. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun