Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 13:01 Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls. Sumir hræðast aðeins afmarkaðar aðstæður eins og að halda fyrirlestra en mun fleiri hræðast hinar og þessar aðstæður, formlegar sem óformlegar. Það eitt að þurfa að mæta í fjölskylduboð getur orðið kvöl og pína. Eins og gefur að skilja hefur félagsfælni, sem oftast hefst á unglingsárum, gríðarleg áhrif á lífshlaup fólks, fái það ekki viðeigandi aðstoð. Hún getur gert það að verkum að flosnar upp úr skóla, einangrar sig, nær minni framgöngu í vinnu og á erfitt með að finna sér lífsförunaut. Fólk missir af tækifærum og þróar oft með sér þunglyndi og stundum misnotkun á vímugjöfum. Það sem er hvað mest eyðileggjandi við félagsfælnina, er að fá ekki notið sín meðal annarra, meðan maður virðist manns gaman hjá flestum öðrum. Leynda kvíðaröskunin Félagsfælni hefur verið nefnd leynda kvíðaröskunin því fólk ber vandann sjaldnast með sér (þótt því finnist sjálfu að félagskvíðinn standi skrifaður á ennið á því). Þetta er heldur ekki, eins og gefur að skilja, hávær hópur sem vekur athygli á málefnum sínum. Fólk þjáist í hljóði, skammast sín og telur vandann jafnvel hluta af persónuleika sínum. Raunin er hins vegar sú að félagsfælni er kvíðaröskun sem vel má ná tökum á með réttri meðferð. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur og má áætla að 80% fólks nái árangri á um það bil tíu meðferðartímum hjá sálfræðingi. Flest höfum við þó einhvern félagskvíða enda stuðlar hóflegur félagskvíði að því að við vöndum okkur í samskiptum og vörumst að særa aðra. Það breytir öllu að fá rétta meðferð við félagsfælni og dregur oft verulega úr þunglyndi sem tilkomið er vegna fælninnar. Áhyggjur af vaxandi félagskvíða Meðferð við félagsfælni snýr að því að rjúfa vítahring fælninnar, meðal annars þjálfa fólk í því að beina athyglinni frá sér svo það verði minna upptekið af eigin frammistöðu. Eins að draga úr forðun og láta á það reyna hvað gerist ef maður bregst öðruvísi við öðrum. Hins vegar hafa samfélagslegar breytingar undanfarinna ára (auk áhrifa Covid-19) gert það að verkum að mun auðveldara er orðið að komast hjá samneyti við aðra. Afla má upplýsinga á netinu í stað þess að slá á þráðinn, senda má rafrænar afmæliskveðjur, dvelja langtímum saman í sýndarveruleika og spjalla við gervigreindina um ýmis málefni. Með gervigreindinni má búa sér til hinn „fullkomna“ vin eða maka, sem stendur og situr eins og maður vill. Vissulega hefur þessi þróun sína kosti og hentar sumum vel. Hins vegar er hætt við því að hún ýti undir félagsfælni og dragi smám saman úr færni okkar til samskipta í raunheimum. Einsemd og þunglyndi fara vaxandi á heimsvísu og er það því varhugaverð þróun að fólk sem á þarf að halda hafi sífellt skertari aðgengi að mannlegri nærveru og nánd. Svo ekki sé minnst á takmarkað aðgengi fólks að öflugri sálfræðimeðferð sökum fjárhags, þar sem hægt væri að snúa þessari þróun við. Ómeðhöndluð félagsfælni er gríðarlega kostnaðarsamur vandi á öllum sviðum, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Fólk öðlast nýtt líf sem nær tökum á vandanum og hæfileikar þess fá betur notið sín, svo allir njóti góðs af. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls. Sumir hræðast aðeins afmarkaðar aðstæður eins og að halda fyrirlestra en mun fleiri hræðast hinar og þessar aðstæður, formlegar sem óformlegar. Það eitt að þurfa að mæta í fjölskylduboð getur orðið kvöl og pína. Eins og gefur að skilja hefur félagsfælni, sem oftast hefst á unglingsárum, gríðarleg áhrif á lífshlaup fólks, fái það ekki viðeigandi aðstoð. Hún getur gert það að verkum að flosnar upp úr skóla, einangrar sig, nær minni framgöngu í vinnu og á erfitt með að finna sér lífsförunaut. Fólk missir af tækifærum og þróar oft með sér þunglyndi og stundum misnotkun á vímugjöfum. Það sem er hvað mest eyðileggjandi við félagsfælnina, er að fá ekki notið sín meðal annarra, meðan maður virðist manns gaman hjá flestum öðrum. Leynda kvíðaröskunin Félagsfælni hefur verið nefnd leynda kvíðaröskunin því fólk ber vandann sjaldnast með sér (þótt því finnist sjálfu að félagskvíðinn standi skrifaður á ennið á því). Þetta er heldur ekki, eins og gefur að skilja, hávær hópur sem vekur athygli á málefnum sínum. Fólk þjáist í hljóði, skammast sín og telur vandann jafnvel hluta af persónuleika sínum. Raunin er hins vegar sú að félagsfælni er kvíðaröskun sem vel má ná tökum á með réttri meðferð. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur og má áætla að 80% fólks nái árangri á um það bil tíu meðferðartímum hjá sálfræðingi. Flest höfum við þó einhvern félagskvíða enda stuðlar hóflegur félagskvíði að því að við vöndum okkur í samskiptum og vörumst að særa aðra. Það breytir öllu að fá rétta meðferð við félagsfælni og dregur oft verulega úr þunglyndi sem tilkomið er vegna fælninnar. Áhyggjur af vaxandi félagskvíða Meðferð við félagsfælni snýr að því að rjúfa vítahring fælninnar, meðal annars þjálfa fólk í því að beina athyglinni frá sér svo það verði minna upptekið af eigin frammistöðu. Eins að draga úr forðun og láta á það reyna hvað gerist ef maður bregst öðruvísi við öðrum. Hins vegar hafa samfélagslegar breytingar undanfarinna ára (auk áhrifa Covid-19) gert það að verkum að mun auðveldara er orðið að komast hjá samneyti við aðra. Afla má upplýsinga á netinu í stað þess að slá á þráðinn, senda má rafrænar afmæliskveðjur, dvelja langtímum saman í sýndarveruleika og spjalla við gervigreindina um ýmis málefni. Með gervigreindinni má búa sér til hinn „fullkomna“ vin eða maka, sem stendur og situr eins og maður vill. Vissulega hefur þessi þróun sína kosti og hentar sumum vel. Hins vegar er hætt við því að hún ýti undir félagsfælni og dragi smám saman úr færni okkar til samskipta í raunheimum. Einsemd og þunglyndi fara vaxandi á heimsvísu og er það því varhugaverð þróun að fólk sem á þarf að halda hafi sífellt skertari aðgengi að mannlegri nærveru og nánd. Svo ekki sé minnst á takmarkað aðgengi fólks að öflugri sálfræðimeðferð sökum fjárhags, þar sem hægt væri að snúa þessari þróun við. Ómeðhöndluð félagsfælni er gríðarlega kostnaðarsamur vandi á öllum sviðum, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Fólk öðlast nýtt líf sem nær tökum á vandanum og hæfileikar þess fá betur notið sín, svo allir njóti góðs af. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun