Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2025 14:13 Sanna Magdalena Mörtudóttir var í liði með Gunnari Smára Egilssyni sem varð undir á hitafundi sósíalista í vor. Síðan þá hefur hún sagt sig úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en setið áfram sem borgarfulltrúi hans í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Anton Brink Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Sjá meira
Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Sjá meira