Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2025 14:13 Sanna Magdalena Mörtudóttir var í liði með Gunnari Smára Egilssyni sem varð undir á hitafundi sósíalista í vor. Síðan þá hefur hún sagt sig úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en setið áfram sem borgarfulltrúi hans í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Anton Brink Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira