Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2025 13:27 Joao Pedro kom Chelsea í 1-0 rétt áður en flautað var til hálfleiks. Getty/Justin Setterfield Chelsea og Fulham áttust við í Lundúnaslag í hádeginu, í fyrsta leik spennandi helgar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Chelsea-menn höfðu betur og eru nú á toppi deildarinnar, eftir 2-0 sigur, en Fulham-menn ergja sig eflaust á dómaraákvörðunum eftir þetta fyrsta tap sitt á leiktíðinni. Hinn 18 ára gamli Joshua King virtist hafa komið Fulham yfir um miðjan fyrri hálfleik, með laglegum hætti, en eftir skoðun á myndbandi var dæmt brot á Rodrigo Muniz fyrir að stíga á Trevoh Chalobah í aðdragandanum. Sannarlega umdeildur dómur miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlum enda Muniz með boltann þegar hann var álitinn hafa brotið af sér en hann traðkaði augljóslega á fæti Chalobah. Right decision?18-year-old Josh King scores for Fulham at Stamford Bridge — but his goal is ruled out after a VAR review.Rodrigo Muniz was deemed to have fouled Trevoh Chalobah in the build-up. pic.twitter.com/8UEkAIu6ar— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 30, 2025 Það var hins vegar Chelsea sem komst yfir, augnabliki áður en flautað var til hálfleiks, þegar Joao Pedro skoraði annan leikinn í röð. Hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Enzo Fernandez. Chelsea fékk svo víti snemma í seinni hálfleik þegar fyrirgjöf Chalobah fór í hendi Ryan Sessegnon. Dómarinn tók sér langan tíma í að skoða atvikið á myndbandi áður en hann dæmdi víti og aftur töldu Fulham-menn að illa væri farið með þá. Fernandez skoraði úr vítaspyrnunni og kom Chelsea í 2-0. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea fagnaði góðum sigri á Brúnni, með nýja manninn Alejandro Garnacho og fleiri í stúkunni. Alejandro Garnacho is at Stamford Bridge ahead of his pending move to Chelsea 👀📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/6C4g2hfbZI— Football on TNT Sports (@footballontnt) August 30, 2025 Chelsea er því komið tímabundið í efsta sæti deildarinnar, með sjö stig eftir þrjá leiki, en Fulham er með tvö stig og bíður eftir sínum fyrsta sigri. Enski boltinn
Chelsea og Fulham áttust við í Lundúnaslag í hádeginu, í fyrsta leik spennandi helgar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Chelsea-menn höfðu betur og eru nú á toppi deildarinnar, eftir 2-0 sigur, en Fulham-menn ergja sig eflaust á dómaraákvörðunum eftir þetta fyrsta tap sitt á leiktíðinni. Hinn 18 ára gamli Joshua King virtist hafa komið Fulham yfir um miðjan fyrri hálfleik, með laglegum hætti, en eftir skoðun á myndbandi var dæmt brot á Rodrigo Muniz fyrir að stíga á Trevoh Chalobah í aðdragandanum. Sannarlega umdeildur dómur miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlum enda Muniz með boltann þegar hann var álitinn hafa brotið af sér en hann traðkaði augljóslega á fæti Chalobah. Right decision?18-year-old Josh King scores for Fulham at Stamford Bridge — but his goal is ruled out after a VAR review.Rodrigo Muniz was deemed to have fouled Trevoh Chalobah in the build-up. pic.twitter.com/8UEkAIu6ar— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 30, 2025 Það var hins vegar Chelsea sem komst yfir, augnabliki áður en flautað var til hálfleiks, þegar Joao Pedro skoraði annan leikinn í röð. Hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Enzo Fernandez. Chelsea fékk svo víti snemma í seinni hálfleik þegar fyrirgjöf Chalobah fór í hendi Ryan Sessegnon. Dómarinn tók sér langan tíma í að skoða atvikið á myndbandi áður en hann dæmdi víti og aftur töldu Fulham-menn að illa væri farið með þá. Fernandez skoraði úr vítaspyrnunni og kom Chelsea í 2-0. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea fagnaði góðum sigri á Brúnni, með nýja manninn Alejandro Garnacho og fleiri í stúkunni. Alejandro Garnacho is at Stamford Bridge ahead of his pending move to Chelsea 👀📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/6C4g2hfbZI— Football on TNT Sports (@footballontnt) August 30, 2025 Chelsea er því komið tímabundið í efsta sæti deildarinnar, með sjö stig eftir þrjá leiki, en Fulham er með tvö stig og bíður eftir sínum fyrsta sigri.