Hildur segir af sér til að forðast átök Agnar Már Másson skrifar 29. ágúst 2025 20:12 Hildur Sverrisdóttir hefur verið þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2023, þegar Óli Björn Kárason hætti. Vísir/Ívar Fannar Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. Hildur greinir frá þessu á Facebook og segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni leggja til nýjan þingflokksformann eins og til hafi staðið. Hildur var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu á landsfundi flokksins í febrúar. Hildur kveðst hafa fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram og segist þakklát fyrir það. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur. „Ég hef því ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur.“ Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. „Verkefnin voru oft krefjandi og sérstaklega á nýliðnum átakavetri en ég geng stolt frá mínum verkum og veit að þau vann ég öll af heilindum. Ég er aldeilis ekki hætt í þingstörfunum og hlakka til að vinna áfram landinu og flokknum mínum til heilla.“ Lítið hefur lést á róðri Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund í febrúar, þegar Guðrún bar sigur af býtum í formannaeinvígi gegn Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Margir hafa skrifað ummæli undir færslu Hildar, þar á meðal Áslaug Arna sem segir um stuðningskonu sína: „Frábær stjórnmálamaður og einstakur þingflokksformaður í krefjandi aðstæðum. Takk fyrir samstarfið og hugrekkið.“ Jón Gunnarsson þingmaður skrifar að Hildur muni „leika stórt hlutverk áfram í okkar þingflokki.“ Frétt hefur verið uppfærð. Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Hildur greinir frá þessu á Facebook og segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni leggja til nýjan þingflokksformann eins og til hafi staðið. Hildur var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu á landsfundi flokksins í febrúar. Hildur kveðst hafa fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram og segist þakklát fyrir það. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur. „Ég hef því ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur.“ Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. „Verkefnin voru oft krefjandi og sérstaklega á nýliðnum átakavetri en ég geng stolt frá mínum verkum og veit að þau vann ég öll af heilindum. Ég er aldeilis ekki hætt í þingstörfunum og hlakka til að vinna áfram landinu og flokknum mínum til heilla.“ Lítið hefur lést á róðri Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund í febrúar, þegar Guðrún bar sigur af býtum í formannaeinvígi gegn Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Margir hafa skrifað ummæli undir færslu Hildar, þar á meðal Áslaug Arna sem segir um stuðningskonu sína: „Frábær stjórnmálamaður og einstakur þingflokksformaður í krefjandi aðstæðum. Takk fyrir samstarfið og hugrekkið.“ Jón Gunnarsson þingmaður skrifar að Hildur muni „leika stórt hlutverk áfram í okkar þingflokki.“ Frétt hefur verið uppfærð.
Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira