Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2025 22:02 Antony fagnar marki með Real Betis á síðasta tímabili. EPA/JULIO MUNOZ Manchester United seldi Alejandro Garnacho til Chelsea í gær og var í viðræðum um sölu á Antony til spænska félagsins Real Betis í kvöld. Það er þó ekki allir fjölmiðlar sammála um stöðu mála. United lánaði Antony til Real Betis í fyrravetur og hann sló þar í gegn. Spænska félagið vill kaupa hann en fá hann á afsláttarverði því félagið hefur ekki efni á meiru. ESPN og fleiri miðlar sögðu frá því í kvöld að Manchester United hefði samþykkt að selja Brasilíumanninn fyrir 25 milljónir punda en enska félagið átti þá einnig að fá helming söluverðsins ef Betis selur Antony áfram. Fabrizio Romano kom seinna fram og sagði að Real Betis hefði dregið tilboðið til baka af því að félagið hefði ekki efni á því að eyða svo miklu í leikmanninn. Romano vísar þá í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að það sé ekki nein læknisskoðun á dagskrá fyrir Antony. 🚨⚠️ Official statement by Real Betis confirm nothing was done for Antony, no medical planned.“There is no agreement for Antony and we have withdrawn the offer. We can't afford the fee and the amounts that Manchester United must instead pay the player before the transfer”. 💣 pic.twitter.com/2RGMPLNXPe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Antony þarf væntanlega að lækka sig í launum og þar liggur líkegast stærsta vandamálið fyrir spænska félagið. Hann er með samning við United til 2027 eða í tvö ár í viðbót. Brassinn vill væntanlega ekki gefa þau laun frá sér og á meðan United gerir það ekki upp við hann þá treystir Real Betis sér ekki til að borga honum slíka upphæð. United keypti Antony frá Ajax fyrir 86 milljónir punda fyrir þremur árum og enska félagið er væntanlega að tapa stórum upphæðum á leikmanninum sem náði sér aldrei á strik á Old Trafford. Antony var með 9 mörk og 5 stoðsendingar í 26 leikjum með Real Betis seinni hluta síðasta tímabils. Manchester United have accepted an offer from Real Betis for Antony, sources have told ESPN.The two clubs have negotiated a permanent move that could be worth up to £25 million ($34m). United will also be due 50% of any future transfer.He's back 🟢 pic.twitter.com/98Pt5l6NgX— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2025 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sjá meira
United lánaði Antony til Real Betis í fyrravetur og hann sló þar í gegn. Spænska félagið vill kaupa hann en fá hann á afsláttarverði því félagið hefur ekki efni á meiru. ESPN og fleiri miðlar sögðu frá því í kvöld að Manchester United hefði samþykkt að selja Brasilíumanninn fyrir 25 milljónir punda en enska félagið átti þá einnig að fá helming söluverðsins ef Betis selur Antony áfram. Fabrizio Romano kom seinna fram og sagði að Real Betis hefði dregið tilboðið til baka af því að félagið hefði ekki efni á því að eyða svo miklu í leikmanninn. Romano vísar þá í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að það sé ekki nein læknisskoðun á dagskrá fyrir Antony. 🚨⚠️ Official statement by Real Betis confirm nothing was done for Antony, no medical planned.“There is no agreement for Antony and we have withdrawn the offer. We can't afford the fee and the amounts that Manchester United must instead pay the player before the transfer”. 💣 pic.twitter.com/2RGMPLNXPe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Antony þarf væntanlega að lækka sig í launum og þar liggur líkegast stærsta vandamálið fyrir spænska félagið. Hann er með samning við United til 2027 eða í tvö ár í viðbót. Brassinn vill væntanlega ekki gefa þau laun frá sér og á meðan United gerir það ekki upp við hann þá treystir Real Betis sér ekki til að borga honum slíka upphæð. United keypti Antony frá Ajax fyrir 86 milljónir punda fyrir þremur árum og enska félagið er væntanlega að tapa stórum upphæðum á leikmanninum sem náði sér aldrei á strik á Old Trafford. Antony var með 9 mörk og 5 stoðsendingar í 26 leikjum með Real Betis seinni hluta síðasta tímabils. Manchester United have accepted an offer from Real Betis for Antony, sources have told ESPN.The two clubs have negotiated a permanent move that could be worth up to £25 million ($34m). United will also be due 50% of any future transfer.He's back 🟢 pic.twitter.com/98Pt5l6NgX— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2025
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sjá meira