Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2025 13:32 Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar