Fótbolti

Jack­son neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum

Siggeir Ævarsson skrifar
Nicolas Jackson lék síðast með Chelsea á HM félagsliða
Nicolas Jackson lék síðast með Chelsea á HM félagsliða Vísir/Getty

Framherjinn Nicolas Jackson virðist vera á leið aftur til Chelsea en félagið var búið að samþykkja að lána hann til Bayern. Jackson var lentur í Þýskalandi og á leið í læknisskoðun hjá þýska félaginu.

Jackson hafði fallið neðar og neðar í goggunarröðunni hjá Chelsea og tók ekki þátt í æfingaleikjum fyrir mót. Framherjum Chelsea fjölgaði í sumar og Jackson fékk leyfi til að skoða aðra möguleika. En nú hefur Liam Delap bæst á meiðslalista félagsins og orðið fátt um fína drætti í framlínu Chelsea. Hann hefur því verið kallaður heim.

Bayern fékk í kjölfarið þau skilaboð frá Chelsea að ekkert verði af láninu og að Jackson ætti að snúa aftur til Lundúna. Þar er Chelsea í fullum rétti en Jackson er ekki sáttur og umboðsmaður hans virðist ætla að reyna að tryggja áframhaldandi veru hans í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×