Innlent

Haf­straumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi fær til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Fyrst mætir Halldór Björnsson, fagstjóri loftslagsmála á Veðurstofu Íslands til Kristjáns. Hann ætlar að ræða loftslagsmál, bakslag í umræðu um þau og nýjar rannsóknir á hafstraumum sem benda til mun skjótari breytinga á veltihringrás Atlanshafsins sem haft getur afdrifaríkar afleiðingar á Íslandi.

Jón Pétur Zimsen alþingismaður og Ragnar Þór Pétursson kennari ræða menntamál, matsferil, samræmdar mælingar á árangri nemenda og skóla og fleiri atriði sem deilt hefur verið um síðustu vikur.

Dóra Björt Guðjónsdóttir og Kjartan Magnússon borgarfulltrúar ræða hækkun á gatnagerðar- og innviðagjöldum og áhrif þessara hækkana á byggingarkostnað á tímum þar sem stöðugt er kvartað undan síhækkandi húsnæðisverði og ófullnægjandi framboði.

Ólafur Adolfsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ræða haustið og veturinn framundan. Þing verður sett þann 9. sept en hver verða helstu viðfangsefni þess og helstu átakafletir stjórnar- og stjórnarandstöðu?

Eins og venjulega hefst Sprengisandur á Bylgjunni klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×