Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 14:06 Brynjar Níelsson var samfellt á Alþingi frá 2013 til 2021 og kom svo aftur inn frá febrúar til apríl 2023 sem varaþingmaður. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að halda upp á 65 ára afmælið sitt í dag, á ekki von á neinum óvæntum glaðningum og býst ekki við neinum gjöfum. Dagurinn í dag sé eins og hver annar á skrifstofunni. Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann. Grín og gaman Bítið Tímamót Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann.
Grín og gaman Bítið Tímamót Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira