Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar 2. september 2025 09:02 Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson ÍSÍ Jafnréttismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar