Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 10:19 September gæti orðið erfiður fyrir bandaríska þingmenn. AP/Rahmat Gul Bandarískir þingmenn þurfa að lyfta grettistaki þegar þeir mæta til vinnu í dag eftir sumarfrí og hafa takmarkaðan tíma til þess. Núgildandi fjárlög gilda eingöngu út þennan mánuð og til að samþykkja ný munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá Demókrötum í öldungadeildinni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lengi verið ósáttir við halla á rekstri ríkisins og eru þreyttir á því að semja fjárlög til skamms tíma. Demókratar eru reiðir í Repúblikana, eftir umdeildar aðgerðir þeirra og Donalds Trump, forseta, sem hafa oft grafið undan þinginu sjálfu. Demókratar eru sérstaklega reiðir yfir því að Donald Trump lýsti því yfir í síðustu viku að hann ætlaði ekki verja milljörðum dala í þróunaraðstoð og önnur verkefni sem þingið hafði samþykkt að verja. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt Washington Post eru leiðtogar þingsins flestir þeirrar skoðunar að þeir munu þurfa að‘ semja ný skammtímafjárlög. Hvernig þau ættu að líta út þykir engum þó ljóst enn sem komið er. Slík fjárlög myndu einnig gera Trump auðveldara að verja fjármunum eftir eigin hentisemi. Sér tækifæri fyrir Demókrata Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sendi í morgun út yfirlýsingu þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi mánuð. Hann sagði ljóst að Trump væri að gera líf almennings í Bandaríkjunum erfiðara með hækkandi verði og efnahagslegri óvissu. Þar sagði hann einnig að eina leiðin til að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins um næstu mánaðarmót væri að flokkarnir ynnu saman að því að semja ný fjárlög. Repúblikanar væru þó þegar byrjaðir að sýna að þeir hefðu lítinn áhuga á því. Þeir ætluðu að leggja áherslu á óreiðu. Schumer sagði einnig að Demókratar hefðu sýnt að þeir væru tilbúnir til að vinna með Repúblikönum en það væri erfitt á meðan Trump væri sífellt að taka sér völd sem ættu að vera í höndum þingsins. Repúblikanar þyrftu að átta sig á því að þeir þyrftu að standa í lappirnar gegn þessum einræðistilburðum. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni.EPA/JIM LO SCALZO „Næsti mánuður mun gefa okkur tækifæri til að sýna skýran mun á stefnumálum okkar annars vegar og óreiðunni og öfgunum hins vegar,“ sagði Schumer. Hann sagðist hafa rætt við Hakeem Jeffries, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, og þeir hefðu stillt saman strengi sína. Þá kvatti hann Demókrata til að vera í virkum samskiptum við kjósendur í kjördæmum þeirra og ítreka fyrir þeim þann skaða sem Repúblikanar væru að valda. Epstein-málið þyrnir í augum Johnsons Leiðtogar Repúblikanaflokksins munu þurfa að eiga í viðræðum við bæði Demókrata og eigin þingmenn. Þeir stefna einnig að því að halda atkvæðagreiðslu um það hvort krefja eigi dómsmálaráðuneytið til að afhenda skjöl sem tengjast Jeffrey Epstein og máli hans. Málið hefur valdið miklum deilum innan Repúblikanaflokksins. Í stað þess að halda slíka atkvæðagreiðslu í júlí seni Mike Johnson, forseti þingsins, þingmenn snemma í frí. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.EPA/JIM LO SCALZO Þingmenn Repúblikanaflokksinsí stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar hafa þegar stefnt dánarbúi Epsteins og krafist gagna þaðan. Sjá einnig: Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Þar að auki eru Repúblikanar í öldungadeildinni að íhuga að breyta þingreglum svo þeir geti staðfest tilnefningar Trumps til fjölmargra embætti hraðar en þeir hafa getað gert hingað til. Demókratar hafa beitt þeim brögðum sem núverandi reglur bjóða upp á til að hægja á ferlinu. Önnur verkefni sem Repúblikanar standa frammi fyrir í september gætu einnig reynst þeim erfið. Má þar nefna framlengingu á yfirtöku Trumps á löggæslu í Washington DC, áköll innan flokksins um að setja reglur gegn því að þingmenn sýsli með hlutabréf og fleira. Einn ráðgjafi sem vinnur með Repúblikönum sagði í samtali við Wall Street Journal að þegar kæmi að fjárlögum væri líklegra en ekki að september endaði með stöðvun ríkisrekstursins. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Margir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lengi verið ósáttir við halla á rekstri ríkisins og eru þreyttir á því að semja fjárlög til skamms tíma. Demókratar eru reiðir í Repúblikana, eftir umdeildar aðgerðir þeirra og Donalds Trump, forseta, sem hafa oft grafið undan þinginu sjálfu. Demókratar eru sérstaklega reiðir yfir því að Donald Trump lýsti því yfir í síðustu viku að hann ætlaði ekki verja milljörðum dala í þróunaraðstoð og önnur verkefni sem þingið hafði samþykkt að verja. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt Washington Post eru leiðtogar þingsins flestir þeirrar skoðunar að þeir munu þurfa að‘ semja ný skammtímafjárlög. Hvernig þau ættu að líta út þykir engum þó ljóst enn sem komið er. Slík fjárlög myndu einnig gera Trump auðveldara að verja fjármunum eftir eigin hentisemi. Sér tækifæri fyrir Demókrata Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sendi í morgun út yfirlýsingu þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi mánuð. Hann sagði ljóst að Trump væri að gera líf almennings í Bandaríkjunum erfiðara með hækkandi verði og efnahagslegri óvissu. Þar sagði hann einnig að eina leiðin til að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins um næstu mánaðarmót væri að flokkarnir ynnu saman að því að semja ný fjárlög. Repúblikanar væru þó þegar byrjaðir að sýna að þeir hefðu lítinn áhuga á því. Þeir ætluðu að leggja áherslu á óreiðu. Schumer sagði einnig að Demókratar hefðu sýnt að þeir væru tilbúnir til að vinna með Repúblikönum en það væri erfitt á meðan Trump væri sífellt að taka sér völd sem ættu að vera í höndum þingsins. Repúblikanar þyrftu að átta sig á því að þeir þyrftu að standa í lappirnar gegn þessum einræðistilburðum. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni.EPA/JIM LO SCALZO „Næsti mánuður mun gefa okkur tækifæri til að sýna skýran mun á stefnumálum okkar annars vegar og óreiðunni og öfgunum hins vegar,“ sagði Schumer. Hann sagðist hafa rætt við Hakeem Jeffries, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, og þeir hefðu stillt saman strengi sína. Þá kvatti hann Demókrata til að vera í virkum samskiptum við kjósendur í kjördæmum þeirra og ítreka fyrir þeim þann skaða sem Repúblikanar væru að valda. Epstein-málið þyrnir í augum Johnsons Leiðtogar Repúblikanaflokksins munu þurfa að eiga í viðræðum við bæði Demókrata og eigin þingmenn. Þeir stefna einnig að því að halda atkvæðagreiðslu um það hvort krefja eigi dómsmálaráðuneytið til að afhenda skjöl sem tengjast Jeffrey Epstein og máli hans. Málið hefur valdið miklum deilum innan Repúblikanaflokksins. Í stað þess að halda slíka atkvæðagreiðslu í júlí seni Mike Johnson, forseti þingsins, þingmenn snemma í frí. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.EPA/JIM LO SCALZO Þingmenn Repúblikanaflokksinsí stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar hafa þegar stefnt dánarbúi Epsteins og krafist gagna þaðan. Sjá einnig: Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Þar að auki eru Repúblikanar í öldungadeildinni að íhuga að breyta þingreglum svo þeir geti staðfest tilnefningar Trumps til fjölmargra embætti hraðar en þeir hafa getað gert hingað til. Demókratar hafa beitt þeim brögðum sem núverandi reglur bjóða upp á til að hægja á ferlinu. Önnur verkefni sem Repúblikanar standa frammi fyrir í september gætu einnig reynst þeim erfið. Má þar nefna framlengingu á yfirtöku Trumps á löggæslu í Washington DC, áköll innan flokksins um að setja reglur gegn því að þingmenn sýsli með hlutabréf og fleira. Einn ráðgjafi sem vinnur með Repúblikönum sagði í samtali við Wall Street Journal að þegar kæmi að fjárlögum væri líklegra en ekki að september endaði með stöðvun ríkisrekstursins.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira