Innlent

Enn fleiri upp­sagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina ræki­lega á dag­skrá

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður fjallað um uppsagnirnar á Bakka sem tilkynnt var um í gær og rætt við verkalýðsforkólfa og ráðherra vegna málsins. 

Einnig munum við áfram fjalla um ástandið á skiptistöðinni í Mjódd og ræða við formann Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar sem segir að endurbætur á svæðinu séu rækilega komnar á dagskrá.

Að auki heyrum við í atvinnuvegaráðherra um lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum sem hún segir ekki koma á óvart. Langt sé seilst með því að kenna veiðigjöldum um lokun hennar.

Í sportpakka dagsins verður svo hitað upp fyrir leik Íslands og Slóveníu á EM í körfubolta sem fram fer í dag. Þar munu strákarnir okkar mæta einni stærstu stjörnu heims í körfu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×