Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2025 16:31 Vök Baths er eitt af fjölmörgum baðlónum sem sprottið hafa upp á landsbyggðinni á undanförnum árum. Jóhann K. Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Forsaga málsins er sú að sumarið 2023 sótti Vök Baths um um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa Múlaþings vegna skiltis á horni Austurlandsvegar og Hróarstunguvegar, en baðlónið er staðsett við Hróarstunguveg. Síðar um sumarið lá fyrir umsögn frá Vegagerðinni, sem er veghaldari á svæðinu, þar sem fram kom að stofnunin veitti ekki heimild fyrir áformunum. Hið fyrirhugaða skilti væri stórt og upplýst mannvirki sem yrði truflandi fyrir umferð og hefði áhrif á umferðaröryggi vegfarenda. Rúmu ári síðar barst byggingarfulltrúa Múlaþings önnur umsókn frá Vök þar sem fram kom að fyrirtækið hefði lagað umsóknina að athugasemdum Vegagerðarinnar, meðal annars með því að færa skiltið lengra frá gatnamótunum og taka fram að baklýsing væri á skiltinu og því ekki lýsing fram á veg. Í janúar á þessu ári barst Múlaþingi og Vök bréf frá Vegagerðinni þar sem stofnunin segist hafna umsókn fyrirtækisins. Skiltinu væri ætlað að taka athygli vegfarenda frá umferð um gatnamót. Samkvæmt ákvæðum bæði vega- og umferðarlaga væri leyfi Vegagerðarinnar skilyrði fyrir leyfi fyrir uppsetningu skiltis á svæðinu. Á þeim grundvelli synjaði Múlaþing umsókn Vök Baths um uppsetningu skiltisins. Í málinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála tók fyrir í ágúst, báru forsvarsmenn Vök Baths fyrir sig að Múlaþing hefði enn ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í málinu heldur einungis vísað til ákvörðunar Vegagerðarinnar. Fráleitt væri að sveitarfélagi sé óheimilt að gefa út byggingarleyfi ef umrætt mannvirki snúi að umferð. Þá kom fram í málsástæðum Vök Baths að umsögn Vegagerðarinnar yrði einungis skilin á þann veg að þar væri fjallað um LED skilti, en ekki vandað skilti með upphleyptum stöfum með baklýsingu, sem lýsi aldrei beint í augu vegfarenda. Málsrök Vök Baths héldu ekki vatni fyrir úrskurðarnefndinni. Nefndin vísaði til þess að ákvæði vega- og umferðalaga yrði að skýra svo að þó ljósaskilti sé fyrirhugað lengra í burtu frá vegi en óheimilt er vegna umferðaröryggis, megi veghaldari þrátt fyrir það synja um leyfi á byggingu mannvirkis til þess að tryggja umferðaröryggi. Nefndin mat það svo að leggja yrði til grundvallar umsögn Vegagerðarinnar um að hið umdeilda skilti geti dregið úr umferðaröryggi. Þar af leiðandi hafi byggingarfulltrúa Múlaþings verið rétt að synja umsókn Vök Baths um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Úrskurðar- og kærunefndir Múlaþing Skipulag Sundlaugar og baðlón Auglýsinga- og markaðsmál Umferð Stjórnsýsla Umferðaröryggi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Forsaga málsins er sú að sumarið 2023 sótti Vök Baths um um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa Múlaþings vegna skiltis á horni Austurlandsvegar og Hróarstunguvegar, en baðlónið er staðsett við Hróarstunguveg. Síðar um sumarið lá fyrir umsögn frá Vegagerðinni, sem er veghaldari á svæðinu, þar sem fram kom að stofnunin veitti ekki heimild fyrir áformunum. Hið fyrirhugaða skilti væri stórt og upplýst mannvirki sem yrði truflandi fyrir umferð og hefði áhrif á umferðaröryggi vegfarenda. Rúmu ári síðar barst byggingarfulltrúa Múlaþings önnur umsókn frá Vök þar sem fram kom að fyrirtækið hefði lagað umsóknina að athugasemdum Vegagerðarinnar, meðal annars með því að færa skiltið lengra frá gatnamótunum og taka fram að baklýsing væri á skiltinu og því ekki lýsing fram á veg. Í janúar á þessu ári barst Múlaþingi og Vök bréf frá Vegagerðinni þar sem stofnunin segist hafna umsókn fyrirtækisins. Skiltinu væri ætlað að taka athygli vegfarenda frá umferð um gatnamót. Samkvæmt ákvæðum bæði vega- og umferðarlaga væri leyfi Vegagerðarinnar skilyrði fyrir leyfi fyrir uppsetningu skiltis á svæðinu. Á þeim grundvelli synjaði Múlaþing umsókn Vök Baths um uppsetningu skiltisins. Í málinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála tók fyrir í ágúst, báru forsvarsmenn Vök Baths fyrir sig að Múlaþing hefði enn ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í málinu heldur einungis vísað til ákvörðunar Vegagerðarinnar. Fráleitt væri að sveitarfélagi sé óheimilt að gefa út byggingarleyfi ef umrætt mannvirki snúi að umferð. Þá kom fram í málsástæðum Vök Baths að umsögn Vegagerðarinnar yrði einungis skilin á þann veg að þar væri fjallað um LED skilti, en ekki vandað skilti með upphleyptum stöfum með baklýsingu, sem lýsi aldrei beint í augu vegfarenda. Málsrök Vök Baths héldu ekki vatni fyrir úrskurðarnefndinni. Nefndin vísaði til þess að ákvæði vega- og umferðalaga yrði að skýra svo að þó ljósaskilti sé fyrirhugað lengra í burtu frá vegi en óheimilt er vegna umferðaröryggis, megi veghaldari þrátt fyrir það synja um leyfi á byggingu mannvirkis til þess að tryggja umferðaröryggi. Nefndin mat það svo að leggja yrði til grundvallar umsögn Vegagerðarinnar um að hið umdeilda skilti geti dregið úr umferðaröryggi. Þar af leiðandi hafi byggingarfulltrúa Múlaþings verið rétt að synja umsókn Vök Baths um byggingarleyfi fyrir skiltinu.
Úrskurðar- og kærunefndir Múlaþing Skipulag Sundlaugar og baðlón Auglýsinga- og markaðsmál Umferð Stjórnsýsla Umferðaröryggi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira