Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2025 23:56 Kjartan segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda. Vísir/Einar og Sigurjón Íbúar í Árbænum óttast að umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka leiði til mikilla tafa í umferð og öngþveitis á háannatíma. Framkvæmdirnar eru á fimm stöðum við Höfðabakka. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum. Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum.
Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira