Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 13:04 Saddur köttur og óhrædd rotta? Eða kannski bara tveir góðir félagar? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan: Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira
Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan:
Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira
Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08