Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira