Innlent

Of­sótt af eltihrelli sem enn gengur laus

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Kona sem hefur verið ofsótt af eltihrelli í á annan áratug furðar sig á að hann gangi laus þrátt fyrir að hafa hlotið dóm og brotið gegn skilorði. Hún er ráðþrota í málinu. Við ræðum við hana í kvöldfréttunum Sýnar.

Þá greinum við frá því að orkudrykkjanotkun hefur tvöfaldast á fjórum árum hér á landi. Doktor í heilbrigðisvísindum segir margt í drykkjunum sem ber að varast og þeir séu sérlega hættulegir börnum.

Við tölum líka við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem segir ábyrgð eigenda húsa mikla þegar kemur að brunavörnum. Hann tók þátt í ráðstefnu sem haldin var í dag þar sem fimm ár eru frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír létu lífið.

Þá förum við yfir nýja atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar og heyrum hvað framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar hefur að segja um hana, en hann kemur í beina útsendingu.

Við skoðum líka ástand Kjalvegar sem hefur verið slæmt í sumar og verðum í beinni frá setningu hinsegin kvikmyndahátíðar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×