„Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Tryggvi Hlinason stóð sig manna best hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta og gengur stoltur frá borði þrátt fyrir að enginn sigur hafi skilað sér. Hann sýndi þó þreytumerki í leiknum gegn Frakklandi, eðlilega kannski eftir að hafa spilað nánast allar mínútur á mótinu. Körfubolti 4.9.2025 15:22
Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Kanadamaðurinn Craig Pedersen hefur áhuga á að halda þjálfun íslenska karlalandsliðsins í körfubolta áfram. Hann hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Körfubolti 4.9.2025 15:03
Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? Körfubolti 4.9.2025 14:39
Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Almar Orri Atlason hefur notið sín vel á EM karla í körfubolta. Hann kom seint inn í hópinn við skrautlegar aðstæður. Körfubolti 3. september 2025 22:31
Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Úrslitin eru nú ráðin í tveimur af fjórum riðlum á EM karla í körfubolta og ljóst hvaða lið úr A- og B-riðlum mætast í 16-liða úrslitum. Tyrkland og sérstaklega Þýskaland tóku riðlakeppnina með trukki. Körfubolti 3. september 2025 20:50
Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Haukur Helgi Pálsson er stór hluti af hópi og starfsteymi íslenska karlalandsliðsins á EM í körfubolta þrátt fyrir að hafa hrökklast úr hópnum skömmu fyrir mót. Hlutverk hans er þó á reiki. Körfubolti 3. september 2025 20:02
„Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson hefur sótt sér mikla reynslu á EM í körfubolta. Mót sem hann mun aldrei gleyma. Körfubolti 3. september 2025 16:31
Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, varð í gær aðeins fimmtándi körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Sport 3. september 2025 16:00
EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn EM í dag var tekinn upp á hóteli íslenska landsliðsins í Katowice þar sem strákarnir undirbúa sig fyrir lokaleik sinn á Eurobasket. Hann er gegn Frökkum á morgun. Körfubolti 3. september 2025 15:02
Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Martin Hermannsson varð í gær stigahæsti leikmaður Íslands frá upphafi í úrslitakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Tryggvi Snær Hlinason sló einnig frákastametið. Körfubolti 3. september 2025 14:33
Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Benedikt Guðmundsson gladdist mjög yfir góðri frammistöðu Martins Hermannssonar í leik Íslands og Slóveníu á EM í körfubolta. Körfubolti 3. september 2025 14:33
Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Ekki verður annað sagt en Tryggvi Snær Hlinason hafi spilað frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í körfubolta. Hann er efstur í nokkrum tölfræðiþáttum á mótinu. Körfubolti 3. september 2025 13:02
„Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Aleksej Nikolic, leikmaður slóvenska landsliðsins, og Aleksander Sekulic, þjálfari þess, lofuðu íslenska landsliðið í hástert eftir leik liðanna á EM í gær. Ísland eigi að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM. Körfubolti 3. september 2025 11:30
Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Það hefur verið gaman hjá finnska körfuboltalandliðsinu á Evrópumótinu í körfubolta til þessa en þeir fara aðeins öðruvísi leiðir til að koma sér í gírinn. Körfubolti 3. september 2025 10:32
Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur átt magnað Evrópumót með íslenska landsliðinu og átt meðal annars hverja troðsluna á fætur annarri. Körfubolti 3. september 2025 09:31
Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. Körfubolti 2. september 2025 22:47
Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Ítalía er í frábærum málum í C-riðli EM karla í körfubolta eftir mikilvægan sigur á Spáni í kvöld. Frakkland stöðvaði sigurgöngu Póllands í D-riðli. Körfubolti 2. september 2025 20:47
Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. Körfubolti 2. september 2025 19:01
„Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ Körfubolti 2. september 2025 18:18
„Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. Körfubolti 2. september 2025 18:02
„Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. Körfubolti 2. september 2025 17:42
„Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. Körfubolti 2. september 2025 17:25
Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. Körfubolti 2. september 2025 17:08
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. Körfubolti 2. september 2025 16:55