76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar 5. september 2025 06:01 Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Börn og uppeldi Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun