Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar 5. september 2025 09:32 Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun