Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 5. september 2025 12:32 Á Austurlandi búa aðeins um 2,9% þjóðarinnar en niðurstöður greiningar Analytica á efnahagsumsvifum Austurlands frá árinu 2023 sýna glögglega að landshlutinn stendur undir um 23% vöruútflutningstekna Íslands. Þrátt fyrir þetta framlag hefur fjárfesting í innviðum setið á hakanum og ógnar þannig frekari verðmætasköpun. Vegir og brýr eru veikburða, fyrirtæki neyðast til að brenna olíu þrátt fyrir mikla orkuframleiðslu svæðisins og fjármunir sem skráðir eru inn á svokallað „Austursvæði“ Samgönguáætlunar renna að stærstum hluta í framkvæmdir í suðurkjördæmi. Einnig má bæta við að af 3 milljarða króna aukaframlagi í vegagerð sem afgreitt var af Alþingi síðastliðið sumar komu einungis 90 milljónir inn á Austurland. Ný Atvinnustefna í mótun Áform um nýja atvinnustefnu Íslands var kynnt á Hilton í gær. Áhersla er á að byggja undir alhliða verðmætasköpun atvinnulífssins sem mun auka jákvæðan hagvöxt Íslands. Innviðaskuldin sem Austurland glímir við ógnar hins vegar áframhaldandi verðmætasköpun svæðisins, um fjórðungi vöruútflutningstekna Íslands. Ljóst er að brýnt er að fjárfesta í Austurlandi til að tryggja núverandi vöruútflutningstekjur svæðisins og efla þær enn frekar. Hlutur Austurlands í orkuöryggi Íslands Þjóðaröryggi á heimsvísu er nú beintengt orkuöryggi. Hlutur Austurlands í að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar er stór, um 30% raforkuframleiðsla landsins sem er mikilvæg til að knýja stóran hluta verðmætasköpunar svæðisins og þá eru ótalin gríðarleg tækifæri til frekari orkuframleiðslu. Austurland er einnig laust við jarðhræringar sem gerir landshlutann sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi. Forgangsmál Austurlands eru skýr í Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 Hringtenging Austurlands með jarðgöngum til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrsti áfanginn, Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Uppbygging Suðurfjarðarvegar og ný brú yfir Sléttuá til að tryggja örugga þungaflutninga. Heilsársvegur yfir Öxi sem styttir leið um 70 km. Uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar til að tryggja flugöryggi hér á landi samkvæmt Flugstefnu Íslands, sem samþykkt var á Alþingi 2020. Fjárfesting í Austurlandi með öflugri fjárfestingu í samgönguinnviðum og að Alþingi tryggi einnig sanngjarna hlutdeild tekna af orkuvinnslu getur Alþingi með auðveldum hætti tryggt að Austurland verði áfram ein af verðmætavélum landsins og samhliða tryggt orkuöryggi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Harpa Svavarsdóttir Norðausturkjördæmi Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Á Austurlandi búa aðeins um 2,9% þjóðarinnar en niðurstöður greiningar Analytica á efnahagsumsvifum Austurlands frá árinu 2023 sýna glögglega að landshlutinn stendur undir um 23% vöruútflutningstekna Íslands. Þrátt fyrir þetta framlag hefur fjárfesting í innviðum setið á hakanum og ógnar þannig frekari verðmætasköpun. Vegir og brýr eru veikburða, fyrirtæki neyðast til að brenna olíu þrátt fyrir mikla orkuframleiðslu svæðisins og fjármunir sem skráðir eru inn á svokallað „Austursvæði“ Samgönguáætlunar renna að stærstum hluta í framkvæmdir í suðurkjördæmi. Einnig má bæta við að af 3 milljarða króna aukaframlagi í vegagerð sem afgreitt var af Alþingi síðastliðið sumar komu einungis 90 milljónir inn á Austurland. Ný Atvinnustefna í mótun Áform um nýja atvinnustefnu Íslands var kynnt á Hilton í gær. Áhersla er á að byggja undir alhliða verðmætasköpun atvinnulífssins sem mun auka jákvæðan hagvöxt Íslands. Innviðaskuldin sem Austurland glímir við ógnar hins vegar áframhaldandi verðmætasköpun svæðisins, um fjórðungi vöruútflutningstekna Íslands. Ljóst er að brýnt er að fjárfesta í Austurlandi til að tryggja núverandi vöruútflutningstekjur svæðisins og efla þær enn frekar. Hlutur Austurlands í orkuöryggi Íslands Þjóðaröryggi á heimsvísu er nú beintengt orkuöryggi. Hlutur Austurlands í að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar er stór, um 30% raforkuframleiðsla landsins sem er mikilvæg til að knýja stóran hluta verðmætasköpunar svæðisins og þá eru ótalin gríðarleg tækifæri til frekari orkuframleiðslu. Austurland er einnig laust við jarðhræringar sem gerir landshlutann sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi. Forgangsmál Austurlands eru skýr í Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 Hringtenging Austurlands með jarðgöngum til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrsti áfanginn, Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Uppbygging Suðurfjarðarvegar og ný brú yfir Sléttuá til að tryggja örugga þungaflutninga. Heilsársvegur yfir Öxi sem styttir leið um 70 km. Uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar til að tryggja flugöryggi hér á landi samkvæmt Flugstefnu Íslands, sem samþykkt var á Alþingi 2020. Fjárfesting í Austurlandi með öflugri fjárfestingu í samgönguinnviðum og að Alþingi tryggi einnig sanngjarna hlutdeild tekna af orkuvinnslu getur Alþingi með auðveldum hætti tryggt að Austurland verði áfram ein af verðmætavélum landsins og samhliða tryggt orkuöryggi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun