Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. september 2025 14:38 Korpuskóli hefur verið nýttur sem önnur aðstaða fyrir til dæmis nemendur Fossvogsskóla þegar í ljós kom að mygla væri í þeim síðarnefnda. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. Umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir heimild frá borgarráði til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmdanna. Kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar er þrjú hundruð milljónir króna samkvæmt fundargerð borgarráðsins. Ráðist verður í framkvæmdirnar til að breyta Korpuskóla svo hann taki mið af starfseminni í Klettaskóla, sérskóla fyrir grunnskólabörn. Skólabyggingin verði endurskipulögð og aðlöguð að sérhæfðu skólastarfi sem fram fer í Klettaskóla. Korpuskóli hefur ítrekað verið nýttur fyrir nemendur annarra skóla sem geta ekki dvalið í skólabyggingunni vegna ýmissa ástæðna. Til að mynda árið 2022 voru þar nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla á meðan leyst var úr brunavarnarmálum í öðru bráðabirgðahúsnæði þeirra. Árið áður nýttu nemendur í Fossvogsskóla Korpuskóla þegar mygla kom upp í fyrrnefndum skóla. Stuttu síðar kom í ljós að einnig var mygla í Korpuskóla. Framkvæmdirnar felast í aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma og stækkun kaffistofu og vinnaðstoðu starfsfólks skólans. Þá á að breyta aðkomu og tengingu innan byggingarinnar samkvæmt algildri hönnun, hönnunarstefn u sem tekur tillit til allra notenda byggingarinnar. Líkt og RÚV greindi frá þurfti að hafna 26 umsóknum barna sem vildu ganga í Klettaskóla. Fulltrúar borgarstjórnar tóku undir fyrirhugaðar framkvæmdir. „Þörfin fyrir þessi pláss er afar brýn eins og sést á því að 26 börnum var synjað um skólavist í Klettaskóla núna í haust,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í bókun í fundargerðinni. Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúar meirihluta borgarstjórnar, taka einnig undir framkvæmdirnar. „Það er því fagnaðarefni að ráðist sé í breytingar á Korpuskóla til að anna eftirspurninni eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla svo ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem sannarlega eiga rétt á því að sækja sér nám í umhverfi sem hæfir þeim,“ segja fulltrúar meirihlutans í bókuninni. Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir heimild frá borgarráði til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmdanna. Kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar er þrjú hundruð milljónir króna samkvæmt fundargerð borgarráðsins. Ráðist verður í framkvæmdirnar til að breyta Korpuskóla svo hann taki mið af starfseminni í Klettaskóla, sérskóla fyrir grunnskólabörn. Skólabyggingin verði endurskipulögð og aðlöguð að sérhæfðu skólastarfi sem fram fer í Klettaskóla. Korpuskóli hefur ítrekað verið nýttur fyrir nemendur annarra skóla sem geta ekki dvalið í skólabyggingunni vegna ýmissa ástæðna. Til að mynda árið 2022 voru þar nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla á meðan leyst var úr brunavarnarmálum í öðru bráðabirgðahúsnæði þeirra. Árið áður nýttu nemendur í Fossvogsskóla Korpuskóla þegar mygla kom upp í fyrrnefndum skóla. Stuttu síðar kom í ljós að einnig var mygla í Korpuskóla. Framkvæmdirnar felast í aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma og stækkun kaffistofu og vinnaðstoðu starfsfólks skólans. Þá á að breyta aðkomu og tengingu innan byggingarinnar samkvæmt algildri hönnun, hönnunarstefn u sem tekur tillit til allra notenda byggingarinnar. Líkt og RÚV greindi frá þurfti að hafna 26 umsóknum barna sem vildu ganga í Klettaskóla. Fulltrúar borgarstjórnar tóku undir fyrirhugaðar framkvæmdir. „Þörfin fyrir þessi pláss er afar brýn eins og sést á því að 26 börnum var synjað um skólavist í Klettaskóla núna í haust,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í bókun í fundargerðinni. Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúar meirihluta borgarstjórnar, taka einnig undir framkvæmdirnar. „Það er því fagnaðarefni að ráðist sé í breytingar á Korpuskóla til að anna eftirspurninni eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla svo ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem sannarlega eiga rétt á því að sækja sér nám í umhverfi sem hæfir þeim,“ segja fulltrúar meirihlutans í bókuninni.
Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira