Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 09:45 Lögreglustöðin í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira