Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Siggeir Ævarsson skrifar 5. september 2025 23:16 Raheem Sterling hefur ekki leikið fótbolta í Chelsea búning síðan snemma árs 2024. Vísir/Getty Raheem Sterling náði ekki að finna sér nýtt lið áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði en hann er ekki inni í myndinni til framtíðar hjá Chelsea. Sterling er launahæsti leikmaður Chelsea með 325.000 pund í vikulaun sem samsvarar tæpum 60 milljónum króna. Hann er samningsbundinn Chelsea til 2027 og félagið mun því þurfa að greiða honum 30 milljónir punda í laun ef það nær ekki að selja hann. Hann var keyptur til Chelsea á 50 milljónir punda árið 2022 en síðan þá hafa þeir stjórnendur sem voru á bakvið kaupin horfið á braut og þjálfarar liðsins verið álíka margir og eyjurnar á Breiðafirði. Enzo Maresca, sem nú er stjóri Chelsea, telur sig ekki þurfa á kröftum Sterling að halda og á síðasta tímabili var hann lánaður til Arsenal þar sem hann skoraði eitt mark í bikarleik og náði heilt yfir ekki að heilla stjórnendur liðsins. Framtíð Sterling er því í algjörri óvissu. Fjölskylda hans býr í London og sonur hans æfir með unglingaliði Arsenal. Honum liggur því sennilega ekkert á að fara í lið í öðru landi en bæði Juventus og Leverkusen hafa sýnt leikmanninum áhuga. Svo er það auðvitað fíllinn í herberginu. Ef Sterling, sem verður 31 árs í desember, ákveður að klára bara samninginn sinn hjá Chelsea og sennilega spila ekki meiri fótbolta sem atvinnumaður, mun hann á næstu tveimur árum þéna 30 milljónir punda, eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna. Þú grípur þá upphæð ekki svo glatt upp af götunni. Hvernig sem þetta mál þróast mætti sennilega kalla það kaldhæðni örlaganna ef hálaunaður knattspyrnumaður á mála hjá Chelsea ákveður að klára ferilinn í frystinum en Hollendingurinn Winston Bogarde var í fimm ár samningsbundinn Chelsea og spilaði heila níu deildarleiki og lifði sínu besta og afslappaðasta lífi á meðan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sterling er launahæsti leikmaður Chelsea með 325.000 pund í vikulaun sem samsvarar tæpum 60 milljónum króna. Hann er samningsbundinn Chelsea til 2027 og félagið mun því þurfa að greiða honum 30 milljónir punda í laun ef það nær ekki að selja hann. Hann var keyptur til Chelsea á 50 milljónir punda árið 2022 en síðan þá hafa þeir stjórnendur sem voru á bakvið kaupin horfið á braut og þjálfarar liðsins verið álíka margir og eyjurnar á Breiðafirði. Enzo Maresca, sem nú er stjóri Chelsea, telur sig ekki þurfa á kröftum Sterling að halda og á síðasta tímabili var hann lánaður til Arsenal þar sem hann skoraði eitt mark í bikarleik og náði heilt yfir ekki að heilla stjórnendur liðsins. Framtíð Sterling er því í algjörri óvissu. Fjölskylda hans býr í London og sonur hans æfir með unglingaliði Arsenal. Honum liggur því sennilega ekkert á að fara í lið í öðru landi en bæði Juventus og Leverkusen hafa sýnt leikmanninum áhuga. Svo er það auðvitað fíllinn í herberginu. Ef Sterling, sem verður 31 árs í desember, ákveður að klára bara samninginn sinn hjá Chelsea og sennilega spila ekki meiri fótbolta sem atvinnumaður, mun hann á næstu tveimur árum þéna 30 milljónir punda, eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna. Þú grípur þá upphæð ekki svo glatt upp af götunni. Hvernig sem þetta mál þróast mætti sennilega kalla það kaldhæðni örlaganna ef hálaunaður knattspyrnumaður á mála hjá Chelsea ákveður að klára ferilinn í frystinum en Hollendingurinn Winston Bogarde var í fimm ár samningsbundinn Chelsea og spilaði heila níu deildarleiki og lifði sínu besta og afslappaðasta lífi á meðan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn