Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Siggeir Ævarsson skrifar 5. september 2025 23:16 Raheem Sterling hefur ekki leikið fótbolta í Chelsea búning síðan snemma árs 2024. Vísir/Getty Raheem Sterling náði ekki að finna sér nýtt lið áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði en hann er ekki inni í myndinni til framtíðar hjá Chelsea. Sterling er launahæsti leikmaður Chelsea með 325.000 pund í vikulaun sem samsvarar tæpum 60 milljónum króna. Hann er samningsbundinn Chelsea til 2027 og félagið mun því þurfa að greiða honum 30 milljónir punda í laun ef það nær ekki að selja hann. Hann var keyptur til Chelsea á 50 milljónir punda árið 2022 en síðan þá hafa þeir stjórnendur sem voru á bakvið kaupin horfið á braut og þjálfarar liðsins verið álíka margir og eyjurnar á Breiðafirði. Enzo Maresca, sem nú er stjóri Chelsea, telur sig ekki þurfa á kröftum Sterling að halda og á síðasta tímabili var hann lánaður til Arsenal þar sem hann skoraði eitt mark í bikarleik og náði heilt yfir ekki að heilla stjórnendur liðsins. Framtíð Sterling er því í algjörri óvissu. Fjölskylda hans býr í London og sonur hans æfir með unglingaliði Arsenal. Honum liggur því sennilega ekkert á að fara í lið í öðru landi en bæði Juventus og Leverkusen hafa sýnt leikmanninum áhuga. Svo er það auðvitað fíllinn í herberginu. Ef Sterling, sem verður 31 árs í desember, ákveður að klára bara samninginn sinn hjá Chelsea og sennilega spila ekki meiri fótbolta sem atvinnumaður, mun hann á næstu tveimur árum þéna 30 milljónir punda, eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna. Þú grípur þá upphæð ekki svo glatt upp af götunni. Hvernig sem þetta mál þróast mætti sennilega kalla það kaldhæðni örlaganna ef hálaunaður knattspyrnumaður á mála hjá Chelsea ákveður að klára ferilinn í frystinum en Hollendingurinn Winston Bogarde var í fimm ár samningsbundinn Chelsea og spilaði heila níu deildarleiki og lifði sínu besta og afslappaðasta lífi á meðan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Sterling er launahæsti leikmaður Chelsea með 325.000 pund í vikulaun sem samsvarar tæpum 60 milljónum króna. Hann er samningsbundinn Chelsea til 2027 og félagið mun því þurfa að greiða honum 30 milljónir punda í laun ef það nær ekki að selja hann. Hann var keyptur til Chelsea á 50 milljónir punda árið 2022 en síðan þá hafa þeir stjórnendur sem voru á bakvið kaupin horfið á braut og þjálfarar liðsins verið álíka margir og eyjurnar á Breiðafirði. Enzo Maresca, sem nú er stjóri Chelsea, telur sig ekki þurfa á kröftum Sterling að halda og á síðasta tímabili var hann lánaður til Arsenal þar sem hann skoraði eitt mark í bikarleik og náði heilt yfir ekki að heilla stjórnendur liðsins. Framtíð Sterling er því í algjörri óvissu. Fjölskylda hans býr í London og sonur hans æfir með unglingaliði Arsenal. Honum liggur því sennilega ekkert á að fara í lið í öðru landi en bæði Juventus og Leverkusen hafa sýnt leikmanninum áhuga. Svo er það auðvitað fíllinn í herberginu. Ef Sterling, sem verður 31 árs í desember, ákveður að klára bara samninginn sinn hjá Chelsea og sennilega spila ekki meiri fótbolta sem atvinnumaður, mun hann á næstu tveimur árum þéna 30 milljónir punda, eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna. Þú grípur þá upphæð ekki svo glatt upp af götunni. Hvernig sem þetta mál þróast mætti sennilega kalla það kaldhæðni örlaganna ef hálaunaður knattspyrnumaður á mála hjá Chelsea ákveður að klára ferilinn í frystinum en Hollendingurinn Winston Bogarde var í fimm ár samningsbundinn Chelsea og spilaði heila níu deildarleiki og lifði sínu besta og afslappaðasta lífi á meðan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira