Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar 7. september 2025 07:01 Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun