Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 15:25 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir upplýsingum um ónýtta fermetra ríkisins. Vísir/Anton Brink Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi. Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi.
Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu