Fótbolti

Í­búð lands­liðs­manns Úkraínu í rúst eftir sprengju­á­rás Rússa

Siggeir Ævarsson skrifar
Íbúðin er gjörónýt
Íbúðin er gjörónýt Instagram@sudakov_11

Georgiy Sudakov, landsliðsmaður Úkraínu í knattspyrnu, deildi ófögrum myndum af heimili sínu í Kænugarði á Instagram í dag en blokkin sem íbúðin er staðsett í er illa farin eftir sprengjuárás Rússa.

Sudakov, sem er samningsbundinn Shakhtar Donetsk, er á láni hjá Benfica um þessar en ólétt kona hans og þriggja ára dóttir búa í Kænugarði og voru í íbúðinni þegar árásin átti sér stað. Þær sakaði ekki.

Byggingin og svæðið í kring er mjög illa farið eftir árásina. Þakið er ónýtt sem og efstu hæðir hússins. Hurðirnar á lyftum fóru af, gluggar brotnuðu og allt í kringum húsið er brak úr byggingunni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskylda Sudakov lendir á hrakhólum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en þegar stríðið braust út flúðu þau hjónin í skjól í sprengjubyrgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×