Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2025 09:58 Þórdís Björk gerði stólpagrín að Birni bróður sínum á TikTok og hefur myndbandið af kaffimáli hans vakið gríðarlega athygli. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, lenti í óheppilegu atviki um helgina þegar hann fékk sér þrjá kaffibolla úr „skringilega stórri“ krús. Bollinn reyndist þegar á daginn kom vera fyrir klósettbursta en ekki kaffi. Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“ Grín og gaman Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“
Grín og gaman Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira