Bylgja Dís er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 10:43 Bylgja Dís greindist með krabbamein og lést langt fyrir aldur fram. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul. Greint er frá andláti Bylgju Dísar á Facebook-síðu Kyrrðarbænarsamtakanna. „Hún lyfti grettistaki við að koma kyrrðarbæninni á framfæri ásamt öðrum kristnum íhugunaraðferðum, með útgáfu ýmiss efnis, námskeiðahaldi og kyrrðardögum. Á vegferð sinni var Bylgja með kyrrðarbænarhópa á höfuðborgarsvæðinu. Hún miðlaði af sköpunargáfu sinni, hugmyndaauðgi, næmni og hlýju sem hefur elft Kyrrðarbænarsamtökin. Stjórnin þakkar Bylgju Dís fyrir gróskumikið starf fyrir samtökin og vottar ástvinum hennar djúpa samúð. Hennar verður sárt saknað,“ segir í tilkynningunni. Bylgja Dís var sópransöngkona og lauk burtfararprófi frá frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2003. Hún útskrifaðist svo frá Royal Scottish Academy of Music and Drama með Master in Music árið 2006 og Master in Opera í nóvember 2007 og hlaut þá Chevron Excellence Award fyrir framúrskarandi námsárangur. Bylgja Dís söng fjölmörg óperuhlutverk á ferli sínum. Má þar nefna Floru í La traviata með Íslensku óperunni, Laurettu í Gianni Schicchi sem var samstarfsverkefni RSAMD og Skosku óperunnar, Donnu Önnu í Don Giovanni með RSAMD og síðar sama hlutverk með Clonter Opera Theatre og Tatyana í Eugine Onegin með Brittish Youth Opera. Af kirkjulegum verkum má nefna Gloria eftir Poulenc, Messe Sollennelle eftir Gounod, Hear my prayer eftir Mendelssohn, Lincoln Mass eftri Úlfar Inga Haraldsson, Requiem eftir Fauré og Messu eftir Gunnar Þórðarsson. Á námsárum sínum í Glasgow hlotnaðist henni sá heiður að syngja nokkrum sinnum með Royal Scottish National Orchestra. Bylgja Dís hélt einnig fjölda einsöngstónleika og með öðrum söngvurum t.d. í Salnum Kópavogi, Norræna húsinu, Íslensku óperunni, Duushúsum og víðar. Andlát Tónlist Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Greint er frá andláti Bylgju Dísar á Facebook-síðu Kyrrðarbænarsamtakanna. „Hún lyfti grettistaki við að koma kyrrðarbæninni á framfæri ásamt öðrum kristnum íhugunaraðferðum, með útgáfu ýmiss efnis, námskeiðahaldi og kyrrðardögum. Á vegferð sinni var Bylgja með kyrrðarbænarhópa á höfuðborgarsvæðinu. Hún miðlaði af sköpunargáfu sinni, hugmyndaauðgi, næmni og hlýju sem hefur elft Kyrrðarbænarsamtökin. Stjórnin þakkar Bylgju Dís fyrir gróskumikið starf fyrir samtökin og vottar ástvinum hennar djúpa samúð. Hennar verður sárt saknað,“ segir í tilkynningunni. Bylgja Dís var sópransöngkona og lauk burtfararprófi frá frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2003. Hún útskrifaðist svo frá Royal Scottish Academy of Music and Drama með Master in Music árið 2006 og Master in Opera í nóvember 2007 og hlaut þá Chevron Excellence Award fyrir framúrskarandi námsárangur. Bylgja Dís söng fjölmörg óperuhlutverk á ferli sínum. Má þar nefna Floru í La traviata með Íslensku óperunni, Laurettu í Gianni Schicchi sem var samstarfsverkefni RSAMD og Skosku óperunnar, Donnu Önnu í Don Giovanni með RSAMD og síðar sama hlutverk með Clonter Opera Theatre og Tatyana í Eugine Onegin með Brittish Youth Opera. Af kirkjulegum verkum má nefna Gloria eftir Poulenc, Messe Sollennelle eftir Gounod, Hear my prayer eftir Mendelssohn, Lincoln Mass eftri Úlfar Inga Haraldsson, Requiem eftir Fauré og Messu eftir Gunnar Þórðarsson. Á námsárum sínum í Glasgow hlotnaðist henni sá heiður að syngja nokkrum sinnum með Royal Scottish National Orchestra. Bylgja Dís hélt einnig fjölda einsöngstónleika og með öðrum söngvurum t.d. í Salnum Kópavogi, Norræna húsinu, Íslensku óperunni, Duushúsum og víðar.
Andlát Tónlist Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira