Lífið

„Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eva Ruza og Sigurður fagna 25 ára sambandsafmæli sínu í dag.
Eva Ruza og Sigurður fagna 25 ára sambandsafmæli sínu í dag.

Skemmtikrafturinn og fjölmiðlakonan Eva Ruza Miljevic og eiginmaður hennar, Sigurður Þór Þórsson, fagna 25 ára sambandsafmæli sínu í dag. Í tilefni tímamótanna birti Eva fallega myndafærslu af þeim hjónum á samfélagsmiðlum.

„25 ár í fanginu þínu og ég vil hvergi annarsstaðar vera. Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta,“ skrifaði Eva við færsluna. 

Eva slær oft á létta strengi á samfélagsmiðlum og fær Siggi, eins og hún kallar hann, stundum að kenna á því. Hann virðist þó taka öllum uppátækjum Evu með stóískri ró enda orðinn þaulvanur eftir allan þennan tíma.

Eva og Siggi, eins og hún kallar hann, byrjuðu saman þegar Eva var sautján ára og hann tvítugur. Saman eiga þau tvíburana Marinu Mist og Stanko Blæ, sem fæddust árið 2009.

„Hlekkjaði“ Sigga niður

Hjónin giftu sig í Slóveníu þann 30. júní árið 2007 og fögnuðu því átján ára brúðkaupsafmæli í sumar.

„18 ár síðan ég hlekkjaði Sigga minn niður með hring eftir að hafa verið kærastan hans í sjö ár. Ég hugsaði: hingað og ekki lengra. 

Núna tjóðra ég manninn niður og sleppi honum aldrei.

Stend við stóru orðin. Ég sagði já fyrir 18 árum og mun segja já það sem eftir er. Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu og mun finna þig í næsta, mögulega því næsta á eftir líka. Lífið er bara of gott með þér til að finna þig ekki,“ skrifaði Eva við færslu í tilefni brúðkaupsafmælisins í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.