Sport

Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ferill J.J. McCarthy í NFL fer vel af stað.
Ferill J.J. McCarthy í NFL fer vel af stað. Patrick McDermott/Getty Images

J.J. McCarthy spilaði sinn fyrsta leik í NFL deildinni í nótt og leiddi Minnesota Vikings að 27-24 endurkomusigri gegn Chicago Bears, liðinu sem hann hélt með sem krakki. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og hljóp þriðja snertimarkinu sjálfur yfir línuna í fjórða leikhluta.

McCarthy var valinn í tíundi í nýliðavalinu fyrir síðasta tímabil en missti af því öllu vegna hnémeiðsla. Hann steig loksins inn á völlinn í nótt en var í vandræðum fyrstu þrjá leikhlutana.

Vikings lentu þá 17-6 undir eftir misheppnaða sendingu McCarthy sem Bears sneru í snertimark, en Vikings áttu eftir að berjast til baka í fjórða leikhluta.

McCarthy kastaði fyrir tveimur snertimörkum Justins Jefferson og Aaron Jones, sneri síðan einu stigi í tvö með því að skipta úr sparki í snertimark og Vikings tóku 20-17 forystu.

Hann hljóp boltanum síðan sjálfur yfir línuna eftir gabbsendingu, skoraði snertimark og sparkarinn stækkaði forystuna í tíu stig, 27-17. 

Bears minnkuðu muninn í 27-24 en höfðu ekki nægan tíma til að snúa leiknum aftur við.

McCarthy var þarna að spila gegn liðinu sem hann hélt með í barnæsku, hann er uppalinn í Chicago og fór einmitt á sinn fyrsta Bears leik gegn sínu núverandi félagi, Minnesota Vikings, fyrir átján árum síðan.

Fyrsta umferð NFL deildarinnar er nú að baki. Lokasóknin fjallar um allt það helsta sem þar fór fram á Sýn Sport klukkan 21:20 í kvöld.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×