Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 19:07 Friðrik Jónsson er sendiherra Íslands í Póllandi. Einbeittur brotavilji Rússa er mikið áhyggjuefni, segir sendiherra Íslands í Póllandi. Hann telur yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu um að atburðir næturinnar hafi verið óviljaverk vera ótrúverðugar. Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“ Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira