Innlent

Quang Le stefnir Lands­bankanum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Quang Le gekkst einnig undir nafninu Davíð Viðarsson.
Quang Le gekkst einnig undir nafninu Davíð Viðarsson. Samsett

Quang Le hefur stefnt Landsbankanum þar sem að hann hefur ekki fengið að stofna til bankaviðskipta hjá bankanum frá því að hann var tekinn til rannsóknar fyrir um einu og hálfu ári síðan.

Quang Le, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Hann hefur verið til rannsóknar síðan í mars á síðasta ári en Landsbankinn sagði upp viðskiptum við hann 13. mars.

Sjá nánar: Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar)

Í stefnu Le, sem Mbl.is hefur undir höndum og greinir frá, segir að hann hafi ekki getað þegið laun eða greiðslur í um eitt og hálft ár. Þar segir einnig að í stefnunni segi að ein ástæða bankabannsins sé kynþáttur hans, en Le er frá Víetnam.

Er Landsbankinn sagði upp viðskiptum við Le tilkynntu þau hann einnig í innlend og alþjóðleg upplýsingakerfi fjármálastofnanna vegna grunsamlegrar færslu eða hegðunar stefnanda eða viðskipta. Það væri vegna þess að grunur léki á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka.

Málið verður þingfest á morgun og hefur Jóni Þorvarði Sigurgeirssyni, stjórnarformanni Landsbankans, verið stefnt fyrir dóminn þar sem hann mun gefa skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×